Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 23
IÐUNN
Leo Tolsloi.
17
það væri stórskaðlegur þröskuldur á vegi heilbrigðs lífs.
Réttarfarið, með refsingum sínum, var í hans augum
óhæfa, þar eð honum virtist það jafn óhugsandi að reka
ilt út með illu og að slökkva eld með eldi — og eignar-
réttargrundvöll þjóðfélagsins, með allri sinni samkepnis-
örfun, taldi hann hinn mesta voða. ... Þá hlaut kirkjan
ekki síður sinn þunga áfellisdóm hjá honum. íiún, sem
hafði tekist á hendur að bera merki Krists og leiða
mannkynið á þann veg, er hann hafði vísað, hún hafði
lagað kenningar sínar sem mest eftir kröfum og þörfum
auðkýfinga og valdhafa og lagt blessun sína yfir undir-
okun og blóðsúthellingar.
Eins og skilja má af framansögðu, ieit Tolstoi nú
ekki mildum augum það líf, er hann hafði lifað. Gaf
hann út bók um það, og lýsir því þar svo hroðalega,
að lesandanum verður á að halda, að frekar sé ýkt en
úr dregið. En Tolstoi dæmdi ekki að eins hart það líf,
er hann hafði lifað, heldur einnig skáldrit sín, er hann
þóttist komast að raun um, að hann hefði að eins skrifað
til þess að verða frægur og ríkur, eins og á er minst
hér að framan. Hann breytti nú mjög lifnaðarháttum
sínum, klæddist skartlausum vinnufötum, vann að rit-
störfum í skrautlausri stofu, drakk enga sterka drykki
og neytti að eins jurtafæðu. Hann gekk daglega að
líkamlegri vinnu, jarðyrkju, trésmíði eða skósmíði — og
þvoði jafnvel sjálfur gólfið í skrifstofu sinni. Hann vildi
gefa alt, sem hann átti, en kona hans vildi ekki heyra
slíkt nefnt, og lét hann hana þá fá búgarðinn til eignar
og umráða.
Tolstoi skrifaði nú eina ádeiluna annari harðari. Hann
sagði rússnesku keisurunum til syndanna, kirkjunni, vís-
indunum, listunum, þjóðfélaginu og menningunni í heild.
Hann skrifaði einnig skáldrit, svo sem »Uppstigninguna«,
löunn XIII 2