Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 27
IbUNN
Sálgreining.
Ritstjóri Iðunnar hefir farið þess á leit við mig að
rita grein um hinn alkunna lækni og sálarfræðing Sig-
mund Freud í Vínarborg, til þess að kynna lesendum
tímaritsins helztu atriðin í kenningum hans.
Þetta er nú að ýmsu leyti hægar sagt en gert. Freud
er læknir og sérfræðingur í taugasjúkdómum, og kenn-
ingar hans tilheyra því sviðum innan vébanda sálarfræð-
innar, sem alþjóð manna á íslandi mun yfirleitt vera
frekar ófróð um. Er því hætt við, að mönnum virðist
Vmislegt fara fyrir ofan garð og neðan, ef út í æsar er
farið — en á hinn bóginn skorta á samhengi og mörgu
hljóti að vera slept, er til skilningsauka mætti verða,
ef aðeins er tæpt á höfuðatriðum. — Og ekki er sá
annmarkinn minstur á greinarsmíðinni, að rúmið í litlu
riti hlýtur að vera skamtað eftir stærð ritsins sjálfs —
°S í engu hlutfalii við efnið, sem um á að ræða.
Freud er sem sagt læknir. Og tvær eru aðalnýjung-
arnar, sem hann hefir borið á borð fyrir heiminn. Onnur
er sú, að ásthneigð manna vakni eigi á fullþroskaárum,
eins og áður hefir alment verið talið, heldur sé hún
smábörnum meðfædd — og vakandi í vitund þeirra eigi
síður en hungur og þorsti. Sé eðlishvöt þessi altæk og
öHum hneigðum þróttmeiri. En af því leiði, að komist
rask á eðlilega þróun ásthneigðar einhverntíma á æsku-
arum, þá geti slíkt rask orðið undirrót og uppspretta
hinna fjölþættustu taugasjúkdóma. Hin nýungin er sú,