Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 102
96
Bækur 1928.
IÐUNN
allir taldir. Þar sem slíkt skáldaval er saman komið, má
naerri geta, að ljóðelskum lesanda er búið hátíðarborð,
hversu matvandur, sem hann annars kann að vera. Er
það og sannast að segja, að hér finnum við nokkrar af
fegurstu Ijóðperlum heimsbókmentanna, eins og >Lótó-
fagar* Tennysons, »Synir Mörtu* eftir Kipling og
»SkáIdið Wennerbóm® eftir Fröding. En margt er þarna
fleira af ágætiskvæðum, svo sem »Riddarinn* eftir Grip-
enberg og »Uppreisnarmaður« eftir Snoilsky. Þá má
og ekki gleyma köflum úr »Faust« Goethes, síðari hluta.
Mun Magnúsi hafa dottið í hug að snara þeim hluta
þessa fræga ritverks á íslenzku og ljúka þannig við það
verk, er Bjarni heitinn frá Vogi hóf.
Um nákvæmni þýðinganna get ég ekki dæmt lil full-
nustu, þar sem ég um flest kvæðanna hefi ekki haft
tækifæri til samanburðar, enda er það ekkert aðalatriði,
að nákvæmt sé þýtt, ef anda kvæðisins er náð og hinn
nýi búningur fer því vel. En þar, sem kostur hefir verið
á samanburði, hefi ég komist að raun um, að þýðingin
er yfirleitt bæði nákvæm og smekkleg. Þýðingin á kvæði
Frödings um skáldið Wennerbóm virðist mér jafnvel taka
frumkvæðinu fram — ef til vill að undanskilinni síðustu
Ijóðlínunni, þar sem hinni hálf-tvíræðu hugsun frum-
kvæðisins er, tæplega náð.
Magnús Asgeirsson á þökk og viðurkenningu skilið
fyrir þýðingarstarf sitt. Vonandi verður þess ekki mjög
langt að biða, að hann sendi út annað hefti af Þýddum
ljóðum. Alt of lítið er að því gert á síðustu árum að
kynna erlenda úrvalshöfunda — jafnt þá, er bundið mál
rita og óbundið — íslenzkum lesendum. Og snjallari
þýðanda en Magnús eigum við varla sem stendur.
Eitthvað fleira af ljóðabókum en þær, sem hér hafa
verið taldar, hafa komið út á árinu. En þær hafa ekki
verið sendar Iðunni og verður þsirra því ekki getið hér.
Framh.
A. H.