Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 90
84
Ur hugarheimum.
IÐUNN
til vill var þetta einmitt sá hinn duldi tilgangur lífsins:
að íll reynd skyldi gera þig að kennara bræðra þinna
og að leiðsögumanni þeirra.
Og eg vitnaði fyrir bræðrum mínum — æskumönn-
unum, sem enn þá stóðu á vegamótum og gátu valið
hverja þá leið, er þeir vildu. Og ég sagði:
Veljið víslega! Trúið ekki lífinu. Það er sjónhverfing
og blekking. Það læzt vera alt annað en það er. Alt,
sem við erum á þönum eftir, er hégómi og heimska —
hrævareldar, sem ginna okkur út á kviksyndið, en svo
þegar við liggjum í feninu og sökkvum dýpra og dýpra
og sjáum engin ráð til að komast upp úr — þá hæða
þeir okkur og hverfa sjónum.
Þannig talaði ég til æskumannanna. En þeir hlógu.
Og þeir depluðu augunum hver framan í annan og
sögðu: Aumingja gömlu mennirnir! Hvað vita þeir um
iífið, sem eru búnir að gleyma því?
Og þessi stund varð mér enn ein kenslustund. Þetta
hafði ég átt eftir ólært. Og það var síðasta von mín,
sem brást.
Ungur má ekki læra af gömlum. Þá yrði hann gamall
sjálfur og þyrði ekki að hætta á lífið. En sá einn ber
sigur frá borði, sem teflir á tvær hættur. Því eru mein-
bugir lagðir á milli æsku og elli, svo þær skilji ekki
hvor aðra. Þær standa sín hvoru megin gátunnar miklu
og tala hvor sitt tungumál. Því lífsgátuna má enginn
ráða fyrir annan. Hana verður hver og einn að ráða
fyrir sjálfan sig, eða hníga að velli frá henni óráðinni.
Og ekki þér, heldur mér ej falið það starf að vera
kennari æskumannanna, sagði 111 reynd. Þú getur verið
ánægður, ef þú kemst einhverntíma svo langt, að þú
getir verið þinn eigin kennari.
Þá draup ég höfði og þagði.
Þunglyndi mikið og hugarvíl kom yfir mig. En í
þunglyndinu var ró.
Og nýjar hugsanir komu — hljóðlátari en þær gömlu.
Ef til vildi var þetta leyndardómurinn í lífinu: að læra
að verða sinn eigin kennari. Ef til vill væntir enginn
þess, að ég umturni heiminum.