Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 73
iðunn
Flagarinn.
67
er við töluðum bæði. Ég útlistaði fyrir henni, hvernig
þessi áhrif væru til vor komin, gegn um rannsóknir á
sögulegum minningarmerkjum, sem voru alskráð forn-
grísku letri. Þannig ræddum við saman nokkra stund.
En svo fór mér að verða hrollkalt, og með því að ég
óttaðist að við myndum bæði fá kvef, ef við sætum þarna
lengur, leiddi ég Melaníu heim að húsinu aftur. —
Næstu daga var hún í huga mér oftar, en ég hafði
getað búist við. Og þar sem minningin um liinn goð-
fagra líkama hennar vildi ekki láta mig í friði, tók ég
þá ákvörðun að vinna ástir hennar.
Þrem dögum síðar hitti ég hana aftur í sumarbústað
Matthildar móðursystur. Þá var klukkan um þrjú síð-
degis og móðursystir mín svaf. — Ég vissi það fyrir
fram, að með taumleysi og ofbeldi myndi ég aðeins
vekja mótspyrnu; ég varð því að fara varlega í sakirnar.
Melanía var í léttum kjól — eins léttum og þunnum og
hægt er að klæðast, jafnvel í sumarhitum. Kjóllinn var
úr ljósgrænu silki og svo víður, að hann minti einna
helzt á náttkjól. Tvö mjó bönd héldu honum saman yfir
axlirnar. Hún teygði úr sér á legubekknum og bauð
mér að setjast við fætur sér. Svo losaði hún um kjól-
inn í hálsinn til þess, að því er hún sagði, að geta
dregið andann frjálsar. Hún virtist vera mjög þjáð af
hitanum; hún var kafrjóð í kinnum og sýndist eiga erfitt
weð að liggja kyr nokkurt augnablik.
Ég reyndi alt, sem í mannlegu valdi stóð. Ég braut
upp á einu umræðuefninu á fætur öðru — talaði um
Hleópötru, um vorið, um dansleiki — án þess að mér
tækist að lokka fram á varir henni annað en drembilegt
hæðnisbros. Seinast þreif ég í ráðaleysi morgunskóinn,
sem af tilviljun hafði dottið af fæti hennar, og þrýsti
honum að vörum mér. Þá tók hún að sparka í mig