Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 41
ÍÐUNN
Sálgreinins-
35
En fjölþættast 09 hættulegast allra þeirra kerfa, sem
myndast geta í barnæsku, álítur dr. Freud þó kerfi það,
er myndast getur, þá er barnið — unglingurinn, og
síðar fullþroska maðurinn, — snýr allri hugð sinni, öll-
nni tilfinningum sínum að eigitt persónu sinni. Þetta er
sennilega tíðara en margur hyggur, og getur úr orðið
algerð og altæk sjálfselska. Nefnir dr. Freud þetta
»Narcissismac. Og er nafnið dregið af sögninni um
Narcissus. Hann var ungur maður og fagur, sonur fljóts-
'ns Céphise. — Einhverjú sinni sá hann eigið andlit
sitt í tærum gosbrunni. Varð hann þá svo dauðskotinn
' sjálfum sér, að hann fleygði sér í hyldjúpa þróna og
hugðist mundu kvssa hina fögru ásjónu. Guðirnir sáu
aumur á honum og gerðu hann að blómi því, er enn í
dag ber nafn hans. —
Þegar svo illa tekst til, að slíkt sjálfselskukerfi mynd-
ast, og allar tilfinningar, öll aðdáun og hneigðir og
hugðir, hverju nafni sem þær nefnast, beinast að eigin
líkama — í stað þess að beinast út á við á eðlilegan
hátt, þá leiðir af því hina mestu ógæfu, hið mesta lífs-
ólán fyrir sjúklinginn. Því hér er um verulega sýki að
ræða, þó hún eigi aðsetur og upptök í hugsankerfi. En
ef eigi er um líkamlegan sjúkleik að ræða — t. d. með-
faedda kynferðissjúkdóma eða fengna fyrir smitun á
unga aldri — getur einmitt sálgreiningunni oft og einatt
tekist að lækna slíka menn, ef lækninum tekst að kom-
ast fyrir orsakir þær, er upphaflega lágu til þess, að
slíkt sjálfselskukerfi myndaðist og koma sjúklingnum í
skilning um ágalla þá í hugsun og rökréítu samhengi,
er leitt hafa hann á glapstigu. Venjulegast kemst lækn-
'rinn eigi á rétta leið — hvorki þá er um sálgreining
slíkra sjúklinga eða annara er að ræða, — nema hánn
skilji tákn þau og rósamál það, er sjúklingurinn, þ. e. a. s.