Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 94
88
Úr hugarheimum.
IÐUNN
ólíkar skáldsögum nútímans, en þó sérstaklega að einu
leyti. Þar sem fornsögurnar aðallega segja frá hernaðar-
æfintýrum manna, stríði þeirra við aðra menn — snúast
skáldsögur nútímans að langmestu leyti um stríðið milli
manns og konu, um æfintýrin milli kynjanna.
Margar og samtvinnaðar orsakir stuðla að því að
skapa þenna mismun; en ein af höfuðorsökunum er sú,
að hugmyndirnar um velsæmi hafa tekið breytingum. Að
teygja lopann um viðkvæmni í tilfinningum og um ásta-
mál, töldu fornmenn ekki einungis ókarlmannlegt, heldur
blátt áfram ósæmilegt. Ef komið var inn á slík efni,
varð það að vera stutt og laggott.
Bændafólk nútímans er, í þessum efnum sem svo
mörgum öðrum, arftakar að venjum og hugsunarhætti
sögualdarinnar.
Samt sem áður er svo mikið djúp staðfest á milli
fornsögunnar og skáldsögunnar að þessu leyti, að í huga
lesandans vakna ósjálfrátt ýmsar spurningar. T. d. þessi:
Ef vér gerum ráð fyrir, að fornsagan gefi ranga mynd
af lífi þeirra tíma, með því að tala of lítið um ástamálin —
gefur þá ekki skáldsagan jafn ranga mynd af nútíðarlíf-
inu, með því að tala of mikið um þau?
Er það ekki veikleikamerki, hvernig skáldskapur nú-
tímans svo að segja fellur fram og tilbiður áslina? Og
er ekki þessi tilbeiðsla að nokkru leyti uppgerð ein?
Leiðir hún ekki til fölsunar á tilfinningum og uppgerðar
í ástalífinu? Skáldskapurinn æsir upp ásthneigðir unga
fólksins og hleypir í þær ofvexti. Og á hina hliðina sýg-
ur skáldskapurinn næringu af þessu uppgerðar-ástabralli
og vex út yfir öll takmörk. Ef þessu heldur áfram, verð-
ur sennilega áður langt um líður ekki rúm fyrir annað
í þessari veröld en ástalíf unga fólksins og bókmentirn-
ar um það.
I einni af bókum sínum — það var víst í »Utsyn og
innblikk« — tók Sigurd Ibsen á sínum tíma þetta efni
til meðferðar. Hann ákærði bókmentirnar fyrir það, að
þær fölsuðu lífið, með því að gefa ástamálunum alt of
mikið rúm.
Hafði hann rétt fyrir sér? Sigmund Freud kemur