Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 36
30
Sálgreining.
IÐUNN
anir barnsáranna, og hafa þær því mest og dýpst
áhrifin á sjálfa vitund mannsins, á hugsanir hans og
aíhafnir. —
I rauninni er dulvitundin því svæði, sem maðurinn
aldrei getur orðið sér vísvitandi um, en sérstakir þættir
úr því geta, ef svo ber undir, gert á ýmsan hátt vart
við sig í hug mannsins, í sjálfri vitund hans — og ráðið
þar miklu.
En hvernig hugsar dr. Freud sér þá aðstöðu sjálfrar
persónunnar, »sjálfsins«, gagnvart þessum dulhverfum
sálarinnar á annan bóginn og gagnvart umhverfinu á
hinn bóginn?
Sjálfið — hin andræna persóna — er, að áliti dr. Freud,
nátengd líkamanum og hinum frumstæðu eðlishneigðum
hans. Alítur dr. Freud meira að segja, að sjálfið eigi
sér rætur í hinum leyndustu hvötum, og réttlæti því til-
veru þeirra og taki málstað þeirra, ef svo ber undir.
Dr. Freud hyggur því rétt vera, að aðgreina alt það,
sem tilveran eigi í mannssálinni, í tvær höfuðdeildir, er
séu þó ótal tengdum tengdar. Oðrum megin verður þá
sjálfið, égveran, samsafn skynjana, hugmynda, tilfinninga
og tilhlýðilegra andsvara. Nemur sjálf þetta skynjanir
sínar frá umhverfinu — og tilfinningar sínar sumpart
úr eigin eðli, sumpart úr dulhverfum sálar. Hinum megin
verður hið dulda regindjúp sálar — það. Er það
samsafn ýmislegrar áaorku. En hún er ósamhæfð, óper-
sónuleg og óskilgreind á alla lund. En þessi orka er,
að áliti dr. Freud, það, sem vér nefnum eðlishvatir.
Milli sjálfsins og þess eru óþrotleg og crnáin viðskifti.
En af því það er vitundarsneytt, má vel svo fara, og
er auðsætt, að til séu þau sálrænu störf, sem geti verið
sjálfinu dulin, enda þótt það taki þátt í þeim og stjórni
þeim. —