Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 100
94
Bækur 1928.
IÐUNN
sagt, að hann hafi fyrstur manna fundið þau yrkisefni.
Margt er hvað öðru líkt í þessum náttúrulýsingum og
margt harla ófrumlegt. Einhvernfíma hefir maður nú
heyrt fyr annað eins og það, að
Vogur í skini hlær,
þröstur í limi Ijóðar
og lindin niðar tær.
Þótt flest af þessu sé mæta vel kveðið, eins og t. d.
þetta erindi úr kvæðinu »Sólskin«:
A sumarkvöldi fer sól með völdin
um sveit og tinda,
og geislar iða um engi’ og skriðu
og elda kynda.
Að grýttri brún hafa gullský hlúð
og gróin tún bera spariskrúð. —
þá láta menn sér fátt um finnast og þykir annað eiga
frekar erindi til sín. Satt að segja erum við nútíðarmenn
orðnir hálf þreyttir á lofsöngvum um blessaða sveitasæl-
una, um sólskinið fríða og suðrænuna þýðu, um lóusöng
og lækjarnið. Ef slíkt ber á góma mjög títt, þá yptir
nútímamaðurinn öxlum, og ef hann skyldi eiga í fórum
sínum dálítið af strákskap, liggur honum orðið »spóa-
vella« á tungu.
Nú skulum við segja, að þetta séu hugleiðingar úrills
lesanda, sem orðinn er þreyttur og rauðeygður af að
pæla gegnum alt þetta smáletur. En ritdómari getur
ekki með góðri samvizku dæmt bók — og allra sízt
bók eins og þessa — eftir skjótan flausturslestur. Hann
tekur því bókina aftur, effir að nokkur tími er liðinn,
blaðar í henni á ný, les eitt og annað kvæði, dvelur við
þau og lætur þau syngja í hug sér. Þannig á og að
sjálfsögðu æfinlega að lesa kvæði. Og nú verða áhrifin
ef til vill öll önnur, en við fyrsta yfirlestur.
Skylt er við það að kannast, að eftir slíka aðra at-
rennu stendur þessi bók í nokkuð öðru ljósi. Allur þorri
kvæðanna er frá formsins hlið prýðilega kveðinn. Og
ekki allfá kvæði eru þar, sem snildarbragð er að, þrung-
in stemnirigu og dulrænum töfrum, eins og gamlar þjóð-
vísur. »Ég veit um land«, »Skóhljóð«, »Svelldynkir«r
»Klukknahljóð«, »Vetrarnótt«, »Sættir«, svo nefnd séu