Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 93
IÐUNN
Úr hugarheimum.
87
frásagnarinnar, heldur í hjarta lesandans. Það er Skúli
og Hákon í hans eigin brjósti, sem tala gegnum tilsvör
Ibsens. Bók, sem ekki megnar að kalla á neitt hið innra
með oss, sem ekki fær oss til að endurlifa bað. er hún
segir frá, — bók, sem hefir alt líf sitt í frásögninni
sjálfri, spennimagni hennar, unaði eða ömurleik — sú
bók er ef til vill ekki óþörf með öllu, en hún á ekkert
skylt við list eða líf.
Skáldrit á ekki að gera lífið léttara — heldur flókn-
ara og þungbærara. Það er erfiðara að lifa, eftir að
hafa lesið bækur eins og »Adam Homo«, >Vildanden«,
»Gjengangere«, »Lykke Per«, »Mands Himmerig« — en
í erfiðleikunum liggja verðmætin. Hin fullkomna ham-
ingja á —.eins og vér höfum heyrt — ekki skyrtuna
utan á sig. Það er hlutverk listarinnar að gera lífið að
háskalegu áhætfuspili, en um leið að kostulegri gjöf.
Sú list, sem leitast við að gera lífið auðveldara, rænir
það nokkru af ógnþrunginni dýrð þess. — — — —
Jörgen Bukdahl.
Norðmaður ritdæmir Islendingasögur.
Norðmenn eru um þessar mundir að gefa út Islend-
ingasögur í þýðingu. Síðastliðið haust komu t. d. út þrjár
áf hinum styttri sögum í einni bók. Einn af snjöllustu
ritdómurum norskum, rithöfundurinn Sigurd Hoel, skriP
aði íim þær ritdóm þann, er hér fer á eftir. Má ætla,
að íslendingar geti lesið hann sér til skemtunar og
sumir jafnvel sér til uppbyggingar:
Þrjár skáldasögur hafa hér verið gefnar út í einni
bók. Það er sagan af Gunnlaugi Ormstungu og Skáld-
Hrafni, sagan af Hallfreði Vandræðaskáldi og sagan af
Birni Hítdælakappa. Fjórða skáldasagan, hin merkilega
Hormáks saga, er áður út komin í sagnabálki þessúm
(Þrjár íslendingasögur, þýddar af Sigrid Undset). Fóst-
hræðra sögu, sem kom út í fyrra, má einnig telja til
skáldasagnanna. Annar fóstbræðranna er sem sé Þor-
móður Kolbrúnarskáld.
Eins og vér vitum, eru þessar gömlu sögur ærið