Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 96

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 96
Úr hugarheimum. IÐUNN 90 sér. Og stórum betri er ekki frammistaða hinna. Þeir festa sjer konu, en hafa alveg sérstakt lag á því, að koma einu ári of seint til brúðkaupsins. Er þeir loksins koma, þá er konan gift öðrum. Og svo byrjar hatrið að þróast — og skáldskapurinn að blómgast. Það væri synd að segja, að þeir kölluðu á samúð vora, þessir rímsmiðir. Þeir eru hégómlegir, þrætugjarnir, slúðurkærir, illkvitnir og óheiðarlegir, jafnvel réttir og sléttir dónar. Hallfreður Vandræðaskáld kemur í öllu tilliti fram eins og dóni við Grís, mann Kolfinnu. Og Björn Hít- dælakappi er ekki stórum betri. En til allrar hamingju á hann að etja við andstæðing — Þórð Kolbeinsson — sem er skáld eins og hann sjálfur, enda gefur honum ekkert eftir í illkvitni. Kostuleg er sennan, þar sem komið er að því, að sættir takist með þeim. Þeir eiga að hafa yfir allar níðvísurnar, sem þeir hafa gert hvor um annan, til þess að séð verði, hvor þeirra hafi nú ort fleiri. Svo hefir Björn ort einni fleira en Þórður. En hér skal ekki hallast á, hugsar Þórður, og kastar fram nýrri vísu. Og þar með er öll sáttfýsi fokin út í veður og vind. Nei, samúð vekja þau ekki, þessi skáld. En ein dygð er þeim öllum gefin: Þeir eru ekki svo dygðugir, að þeir verði leiðinlegir. Af þessum þremur sögum stendur Gunnlaugs saga Ormstungu tvímælalaust fremst sem listaverk. Hún er stutt, rúmar 40 bls., en í frásagnarlist á hún vart sinn líka. Oheflaðri og ruddalegri eru sögurnar af Hallfreði Vandræðaskáldi og Birni Hítdælakappa. Er þar skemst af að segja, að ef grimdin og blóðþefurinn, sem ósar af þessum sögum, á að gilda sem tákn manndóms og hreysti, þá er full ástæða til að gleðjast yfir því, að skáldin nú á dögum eru ókarlmannlegri en þau voru áður fyr. — Charles Kent hefir þýtt sögurnar, og að mínum dómi hefir hann tekið verkefni sitt réttum tökum. Hann segir sjálfur, í stuttum formála, að hann hafi með allri var- færni leitast við að sveigja stílinn á sögunum að hinum eðlilegasta og um leið tigulegasta frásagnarhætti, sem norskt ríkismál á til, en það er frásagnarstíllinn á æfin- týrum jörgen Moe’s — hinum beztu þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.