Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 96
Úr hugarheimum.
IÐUNN
90
sér. Og stórum betri er ekki frammistaða hinna. Þeir
festa sjer konu, en hafa alveg sérstakt lag á því, að
koma einu ári of seint til brúðkaupsins. Er þeir loksins
koma, þá er konan gift öðrum. Og svo byrjar hatrið að
þróast — og skáldskapurinn að blómgast.
Það væri synd að segja, að þeir kölluðu á samúð
vora, þessir rímsmiðir. Þeir eru hégómlegir, þrætugjarnir,
slúðurkærir, illkvitnir og óheiðarlegir, jafnvel réttir og sléttir
dónar. Hallfreður Vandræðaskáld kemur í öllu tilliti fram
eins og dóni við Grís, mann Kolfinnu. Og Björn Hít-
dælakappi er ekki stórum betri. En til allrar hamingju
á hann að etja við andstæðing — Þórð Kolbeinsson —
sem er skáld eins og hann sjálfur, enda gefur honum
ekkert eftir í illkvitni. Kostuleg er sennan, þar sem komið
er að því, að sættir takist með þeim. Þeir eiga að hafa
yfir allar níðvísurnar, sem þeir hafa gert hvor um annan,
til þess að séð verði, hvor þeirra hafi nú ort fleiri.
Svo hefir Björn ort einni fleira en Þórður. En hér
skal ekki hallast á, hugsar Þórður, og kastar fram nýrri
vísu. Og þar með er öll sáttfýsi fokin út í veður og vind.
Nei, samúð vekja þau ekki, þessi skáld. En ein dygð
er þeim öllum gefin: Þeir eru ekki svo dygðugir, að
þeir verði leiðinlegir.
Af þessum þremur sögum stendur Gunnlaugs saga
Ormstungu tvímælalaust fremst sem listaverk. Hún er
stutt, rúmar 40 bls., en í frásagnarlist á hún vart sinn
líka. Oheflaðri og ruddalegri eru sögurnar af Hallfreði
Vandræðaskáldi og Birni Hítdælakappa. Er þar skemst
af að segja, að ef grimdin og blóðþefurinn, sem ósar af
þessum sögum, á að gilda sem tákn manndóms og hreysti,
þá er full ástæða til að gleðjast yfir því, að skáldin nú
á dögum eru ókarlmannlegri en þau voru áður fyr. —
Charles Kent hefir þýtt sögurnar, og að mínum dómi
hefir hann tekið verkefni sitt réttum tökum. Hann segir
sjálfur, í stuttum formála, að hann hafi með allri var-
færni leitast við að sveigja stílinn á sögunum að hinum
eðlilegasta og um leið tigulegasta frásagnarhætti, sem
norskt ríkismál á til, en það er frásagnarstíllinn á æfin-
týrum jörgen Moe’s — hinum beztu þeirra.