Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 83
IÐUNN
Ungir rithöfundar.
77
járn. Hann var bæði mikill og sterkur og hafði hár svo
mikið, að hann drap undir belti sér. Það var svart*.
Skáldið lýsir Brjánsbardaga af mikilli snild. Bróðir er
allur í brotum, kristinn og heiðinn, norrænn og kelt-
neskur. Brekkan notaði írskar heimildir við samning
þessarar sögu, en ímyndunarafl hans, sálfræðilegur skiln-
ingur og skáldstíll gerir heilsteypt listaverk úr brotunum,
sem hann finnur í heimildunum. Sagan fékk fyrirtaks
dóma. Niðurstaða flestra ritdómaranna var þessi, að höf-
urinn væri leiðandi til sætis á fremsta bekk norrænna
sagnaskálda. Sögunni hefir nú verið snarað á íslenzku,
og kemur hún vonandi út innan skamms1), og ættu Is-
lendingar þá að kunna að meta það, sem einna bezt
hefir verið ritað í seinni tíð á þessu sviði.
Önnur rit Brekkans eru: »Menneskebörn«, hans fyrsta
saga, kom út í suðurjózka blaðinu »Hejmdal«, »Öde
Strande«, ljóðmæli, 1926, »]on Sigurdsson, nogle Træk
af hans Liv og hans Gerning« (í »Dansk Udsyn* 1926),
»Islandske Ungdomsbevægelser i den sidste Tid« (í
Dansk Udsyn 1923), »Islandsk Skönliteratur. En tiárs-
oversigt* (i Nordisk Tidskrift 1927), »Lidt om Egil
Skallagrímssons Personlighed. En Hjælp ved Læsningen
af Egils-saga (í Arbog, udg. af Dansk-Islandsk Sam-
fund, 1928), »Fra Henning Frederik Feilbergs sidste
Aar og Arbejder (í sama riti, 1928), »Af Hyrdedreng-
enes Æventyr* (í Askov Slöjdskoles Elevskrift, 1927),
Nágrannar (1928, bókav. Þorst. M. Jónssonar, Akureyri).
Auk þessara rita hefir Brekkan snarað á dönsku
Einokunarverzlun Dana á íslandi, eftir ]ón ]. Aðils
(Den danske Monopolhandel pá lsland 1602—1787.
Udgivet af Dansk-islandsk Samfund med Stötte fra
I) Saga þessi er nú komin út. Aths. ritstj.