Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 80
ÍÐUNN
Ungir rithöfundar.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Núna í haust, seint í september, daginn áður en ég
ætlaði að leggja af stað heim frá Kaupmannahöfn, var
ég staddur í konunglega bókasafninu. Ég var að kynna
mér tímarit og ýmsar nýjungar í bókaheiminum. Þegar
ég gekk út úr lestrarsalnum, kom ég auga á vin minn,
Björn Karel Þórólfsson magister, þar sem hann var að
spjalla við einhvern mann, sem ég þekti ekki. Ég gekk
til Björns, til þess að kveðja hann, og sagði hann mér
þá, að maðurinn, sem með honum var, væri Friðrik
Ásmundsson Brekkan rithöfundur. Hann bætti því við,
að Brekkan yrði mér samskipa til íslands — alla leið til
Akureyrar. Ég kyntist Friðrik Brekkan brátt á »íslandi«,
og féll mér hverjum deginum betur við hann. Hafði ég
reyndar kynst honum áður, þó að ég hefði ekki séð
hann fyrr augliti til auglitis, því að ég hafði Iesið bækur
hans tvær, Gunnhildi drotningu og aðrar sögur og
Bróður Vlfinganna.
Friðrik Ásmundsson Brekkan er fæddur á Brekku-
læk í Miðfirði 28. júlídag 1888 og stendur því rétt á
fertugu. Hann er bóndasonur. Dvaldi hann í föðurgarði
fyrstu 18 ár æfinnar og fékk þá eina tilsögn, sem venju-
legt var á þeim tíma að veita sveitabörnum undir ferm-
ingu. Haustið 1907 fór hann í búnaðarskólann á Hvann-
eyri og lauk þar námi vorið 1909. Var svo enn eitt ár
þar hjá skólastjóranum. Að þeim tíma liðnum sigldi hann
til Danmerkur, og var þá ætlunin að halda áfram bún-