Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 24
18
Leo Tolstoi.
IÐUNN
»Kreu<zer-sonafen« og »Myrkravöldin«. Þessi rit eru
ákveðnar ádeilur, en um leið hinn voldugasti skáldskapur.
Stórbrotnast þeirra er »Uppstigningin«, en mesta athygli
hefir ef til vill »Kreufzer-sonaten« vakið, þar eð hún er
frámunalega óvægileg árás á hjónabandið — eins og
Tolstoi hefir virzt það vera.
Rit Tolstois voru lesin um allan hinn mentaða heim.
Hann eignaðist fjölda vina og áhangenda, og stofnuð
voru jafnvel trúarfélög, sem kappkostuðu að lifa eftir
kenningum hans. En hann átti einnig bitra féndur.
Rússneska heimsveldið skalf, er hann lét til sín heyra,
en það taldi ekki hagkvæmt að taka hann af lífi eða
setja hann í fangelsi. Hann var svo frægur, elskaður
og virtur af fjölda manna um allan hinn mentaða heim,
að rússneska stjórnin þóttist sjá, að vekja mundi geysi-
Iega æsingu, ef honum yrði unnið mein. Hann
var og af mikilsmetnum rússneskum aðalsættum, sem
ekki létu að sér hæða. Rússneska heimsveldið var heldur
ekki kenningum hans hættulegast, þótt það jafnvel gerði
upptækar bækur hans. Meiri hætta stafaði frá rithöf-
undum og vísindamönnum, er bentu á öfgarnar í kenn-
ingum hans og dæmdu hann jafnvel vitskertan. Osþart
var bent á það, að ef honum hefði verið full alvara
með kenningum sínum, þá hefði hann átt að flytja burt
frá óðali sínu, vinna fyrir sér eins og bóndi og búa
eins og bóndi. Höfðu þessar árásir allsterk áhrif.
Tolstoi sá það og sjálfur, að ekki var rétt, samkvæmt
kenningum hans, að hann dveldi á Jasnaja Poljana. Og
það var honum sjálfsafneitun að dvelja þar. Hann þráði
að komast burt, þráði jafnvel mest, að rússneska stjórnin
varpaði honum í fangelsi eða lífléti hann. Hann vildi
verða píslarvottur. Með píslarvættinu gat hann gefið
kenningum sínum meiri byr undir vængi en þær á annan