Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 63
IÐUNN
Menning, sem deyr?
57
lag, í ótal krókum og bugðum, en er þó ávalt og alls-
staðar sama fljótið, er leitar að ósi, hversu óralöng sem
leiðin kann að vera.
Spengler brýtur algerlega í bág við þessa heimsskoð-
un. í orðinu »mannkyn« liggur engin söguleg hugsjón
falin, ekkert áform; maðurinn á sér ekkert markmið,
frekar en fiðrildið eða blómið. »Mannkyn« er ekkert
annað en innantómt orð. Því er ekki heldur til nein ó-
slitin þróun í menningu; ein menning er ekki til, heldur
margar. Menning hefst hjá einhverri þjóð eða þjóðum
einhversstaðar á hnettinum, þar sem skilyrði eru fyrir
hendi; hún vex upp, eins og jurt úr gróðurmold. Menn-
ingin grær, þroskast, nær hámarki sínu, hnignar, visnar
og deyr. Hin ýmsu menningartímabil í sögunni eru hvert
um sig öðrum óháð, eins og ein jurt er annari. Ein
menning tekur ekki arf eftir aðra. Það kann að líta svo
út, en er ekki annað en blekking. Menning, sem sjálf
er orðin þur og skrælnuð og ófrjó, getur tekið upp á
því að apa eftir annari, skreyta sig lánuðum fjöðrum.
En hún fær engan nýjan lífskraft við það. Menning er
Hfandi vöxtur, sjálfstæður, sérkennilegur, út af fyrir sig.
Mörg menningartímabil hafa gengið yfir þessa jörð, ým-
ist hvert á eftir öðru eða hvert við hliðina á öðru. Hvert
þeirra á sína sögu, sína þróun; ekkert þeirra hefir haft
áhrif á örlög allra þjóða, ekkert þeirra á frjókraft fyrir
alla tíma. Þegar menningin hefir tæmt þá möguleika,
sem með henni búa, visnar hún og deyr og er úr
sögunni. Heimsmenning, er svo að segja umlyki alt
»mannkyn«, hefir aldrei verið til.
Spengler nefnir átta aðskildar menningaröldur, sem
risið hafa á ýmsum stöðum á hnettinum og sögur fara
af. Assyriska menningin og sú egypzka hefjast báðar
um 3000 f. Kr. við fljótin Eufrat og Níl. Um 1500 f. Kr.