Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 63
IÐUNN Menning, sem deyr? 57 lag, í ótal krókum og bugðum, en er þó ávalt og alls- staðar sama fljótið, er leitar að ósi, hversu óralöng sem leiðin kann að vera. Spengler brýtur algerlega í bág við þessa heimsskoð- un. í orðinu »mannkyn« liggur engin söguleg hugsjón falin, ekkert áform; maðurinn á sér ekkert markmið, frekar en fiðrildið eða blómið. »Mannkyn« er ekkert annað en innantómt orð. Því er ekki heldur til nein ó- slitin þróun í menningu; ein menning er ekki til, heldur margar. Menning hefst hjá einhverri þjóð eða þjóðum einhversstaðar á hnettinum, þar sem skilyrði eru fyrir hendi; hún vex upp, eins og jurt úr gróðurmold. Menn- ingin grær, þroskast, nær hámarki sínu, hnignar, visnar og deyr. Hin ýmsu menningartímabil í sögunni eru hvert um sig öðrum óháð, eins og ein jurt er annari. Ein menning tekur ekki arf eftir aðra. Það kann að líta svo út, en er ekki annað en blekking. Menning, sem sjálf er orðin þur og skrælnuð og ófrjó, getur tekið upp á því að apa eftir annari, skreyta sig lánuðum fjöðrum. En hún fær engan nýjan lífskraft við það. Menning er Hfandi vöxtur, sjálfstæður, sérkennilegur, út af fyrir sig. Mörg menningartímabil hafa gengið yfir þessa jörð, ým- ist hvert á eftir öðru eða hvert við hliðina á öðru. Hvert þeirra á sína sögu, sína þróun; ekkert þeirra hefir haft áhrif á örlög allra þjóða, ekkert þeirra á frjókraft fyrir alla tíma. Þegar menningin hefir tæmt þá möguleika, sem með henni búa, visnar hún og deyr og er úr sögunni. Heimsmenning, er svo að segja umlyki alt »mannkyn«, hefir aldrei verið til. Spengler nefnir átta aðskildar menningaröldur, sem risið hafa á ýmsum stöðum á hnettinum og sögur fara af. Assyriska menningin og sú egypzka hefjast báðar um 3000 f. Kr. við fljótin Eufrat og Níl. Um 1500 f. Kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.