Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 29
iðunn
Sálgreining.
23
fjölmargar hneigðir og hugðir sér rætur. Reyna menn
oft að gera sér margvíslega grein fyrir ýmsu, sem stafar
frá dulvitund þessari, en fæstum tekst slíkt til hlítar, að
því er Freud ætlar. Stafar þetta aðallega frá því, að
dulvitundin getur aðeins gert sálvitundinni vart við það,
sem í henni býr, á annarlegu máli, táknmáli. Og það er
nú einmitt ein af nýungum læknisins að hafa uppgötvað
þetta táknmál, þetta »fleygletur« dulvitundarinnar, og
ráðið fram úr því. Hefir hann safnað fjölmörgum slíkum
táknum úr tali — og draumum — sjúklinga sinna og
sýnt fram á, hvað þau eigi við, hvernig eigi að nota
þau til þess að gera sér ljósa grein fyrir því, sem í
dulvitund sjúklingsins búi. —
Dulvitundin er engan veginn óskapnaður einn, að áliti
Freud. í henni myndast þvert á móti kerfi, og í kerfum
þessum búa dularöfl þau, er stjórna eðlishvötum manna.
Hin fjölmörgu kerfi dulvitundarinnar eru samanlögð í
raun réttri hinn innri maður sérhvers manns. Eðli hans
og einstaklingsmegin er undir því komið, hvernig dul-
vitundinni er háttað. En þrátt fyrir það getur sjálfsvitund
og eiginhyggja manna aldrei skynjað til hlítar það, sem
í eigin dulvitund býr. A svipaðan hátt og skynvit vor
geta og ekki frætt oss á raunverulegu eðli þeirra ytri
áhrifa — hins ytra umhverfis — er þau skynjá. Vér
erum því í raun réttri einkar ófróðir um eigin eðli. Og
þá er um taugaveiklaða menn er að ræða, getur lækn-
irinn aðeins gert sér grein fyrir áhrifum magns þess og
orku, sem í dulvitundinni býr, þá sjaldan orka þessi
kemur í ljós fyrir áhrif þau, er hún hefir á hugsan
sjúklingsins, á eiginvitund hans. Koma áhrif þessi greini-
legast fram í draumum og í tali sjúklinganna — en
venjulegast óbeinlínis, eins og áður var sagt — á tákn-
máli, rósamáli. Og verður list læknisins fyrst og fremst