Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 56
50
Menning, sem deyr?
IDUNN
vera og stærði sig af. En þetta, að vera »raat hoven*,
þýðir á okkar máli að vera dónalega montinn. — Er
það ekki von, að æskulýðurinn fyllist »dónalegu monti*
yfir öllum framförunum?
]ú vissulega, kæra æska! Við skulum bara ekki taka
þetta alt of hátíðlega. Það hafa verið menn á undan
okkur, sem voru upp með sér og þóttust hafa ástæðu
til að vera það. Æfintýri hafa gerst fyr en á okkar
tímum. Skal hér drepið á tvo atburði, sem valdir eru
af handahófi, því til sönnunar.
Arið 1816 sigldi fyrsta gufuskipið yfir Ermarsund, frá
Lundúnum til Havre á norðvesturströnd Frakklands.
Þessi langferð tók níu daga. Skipstjórinn átti í álíka
vandræðum með áhöfnina eins og Columbus forðum á
leið sinni til Vesturheims. Mennirnir töldu sér dauðann
vísan og vildu óðir og uppvægir að snúið yrði aftur.
Með því einu móti að dreypa á þá rommi og lofa þeim,
er fyrstur fengi landsýn af strönd Frakklands, þrem
flöskum af þessum guðadrykk, tókst skipstjóra að fá þá
til að halda áfram. Skipið var hjólskip; á leiðinni biluðu
hjólskóflurnar einu sinni, svo töf yrði af, en tvívegis
varð skipið að leggjast við akkeri vegna vinda. Þegar
loks var komið að höfn í Havre, reyndu þeir að kalla
á hafnsögubát, er var þar á sveimi; en báturinn forðaði
sér sem skjótast, er hann varð þessa sjóskrímslis var.
— Okkur finst alt þetta ferðalag næsta hlægilegt, en
við megum ekki gleyma því, að þá var uppi fótur og
fit; svo mjög fanst mönnum til um þessa frækilegu för.
Fyrsta járnbraut í Noregi var fullgerð árið 1854. Það
var brautin frá Kristjaníu til Eiðsvallar. Það þóttu stór-
tíðindi, er fyrsta lestin rann af stað, og blöðin voru
uppi í skýjunum yfir þessu æfintýri. Nokkrir af vögn-
unum frá þessum fyrsta barndómi norskrar járnbrautar-