Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 50
44
Sálgreining.
IÐUNN
honum gleymast, bögumæli, mismæli, handatilburði, kæki
o. s. frv. Og verður alt þett2 æfðum sálgreinara að mat,
gefur honum bendingar um, hvar ágallar séu á eðlilegu
sálarlífi sjúklinganna. Mörg eru þau dæmin úr daglega
lífinu, sem Freud færir til sönnunar máli sínu um mikil-
vægi slíkra smábendinga, þegar farið sé að nota þær
til þess að skýra tilfinningar manna yfirleitt. Til dæmis
má taka, að tvær konur áttu að giftast — sennilega að
ráði foreldra eða forráðamanna. Gleymdi önnur þeirra
að fara til hárþvottakonunnar á tilteknum tíma. Hin
gleymdi að máta brúðarkjólinn hjá saumakonunni, sjálfan
daginn fyrir brúðkaupið — og mundi loks eftir því seint
um kvöldið. Báðar skildu konur þessar við menn sína
skömmu eftir brúðkaupið. Ekkert er algengara en að
gleyma regnhlíf, sem tekin hefir verið með í þurviðri —
eða borgun í félag, sem aldrei er sótt. — En aldrei
gleymist að sækja ávísun eða hefja hana í banka o. s. frv.
Og þá er um sjúkliuga er að ræða, segir gleymni í
mörgum myndum til um tilfinningar þeirra — og má
þá nota venjulegar sálgreiningaraðferðir — einkum hugs-
antengingar — til þess að komast að raun um, hvað
það sé, sem liggi til grundvallar fyrir gleymninni í það
og það skiftið. — Má til dæmis taka, að sjúklingur, sem
óafvitandi þjáðist af ofást gagnvart móður sinni, sagðí
einhverju sinni: »Föður mínum þótti mjög vænt um konu
mína“ — í staðinn fyrir „sína“. Vinur dr. Freud var
einhverju sinni að tala um ranglæti örlaganna, og ætlaði
að tilfæra latneska versið: »Exoriare aliquis nostris ex
ossibus ultor!«i), en honum er ómögulegt að muna orð-
ið: „a/iquis“. Hann er látinn greina frá hugsantengdum
viðvíkjandi gleymni þessari. Kemur þá í ljós, að aliquis
1) „Mætti sá, er hefnir, rísa úr ösku vorri".