Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 66
60 Menning, sem deyr? ÍDUNN ar, sem brýzt fram í lifandi skáldskap (Homer, Shake- speare, Goethe), fögrum listum (myndlist Forn-Grikkja) og dýrðlegum byggingum (dómkirkjur miðaldanna). Smám saman breytist þetta. Hinn innri eldur kulnar, sköpunarmátturinn fer þverrandi. En innri tómleika fvlgir aukin háreysti og allskonar umstang. Verklegar fram- kvæmdir færast í aukana, útþenslan eykst; andinn dofn- ar, en vitsmunirnir þroskast því meira; sálin legst í dvala, en heilaorkan vex því hraðar. I stað gróandi lífs koma hamramar vélar, í stað trúarlífs koma raunvísindi. Vit- hyggjan og vélgengið ráða lögum og lofum. Trúin, sem áður var skapandi afl — slagæðin í tilverunni, verður nú að úrlausnarefni, að iYÚvísindum, sem lærðir menn »disputera« um. Siðgæðið, sem áður var eðlislögmál, er menn fylgdu sjálfkrafa, verður að sfoakenningum og rökræðuefnum. Alt það, sem áður var sjálfsagt og eðlis- bundið, verður að ráðgátum og úrlausnarefnum. Þannig lýsir Spengler hvörfunum milli grómenningar og sýndarmenningar. Og hann rekur slóðina gegnum ýms menningarskeið á ýmsum tímum og sýnir fram á, hvernig sagan endurtekur sig, hvernig þau öll eru sömu lögum háð. Einkum dvelur hann við grísk-rómversku menninguna, sem er nútíðarmenningunni næst í tíma og rúmi. Hann finnur þar fjölmargar hliðstæður. Aðeins örfá dæmi skulu nefnd. Hvörfin milli grótíðar og hnignunar finnum við í forn- menningunni á fimtu og fjórðu öld f. Kr., í vestrænu menningunni á átjándu og nítjándu öld e. Kr. Sokrates, Aristofanes og Isokrates annars vegar og Voltaire, Rousseau og Mirabeau hins vegar eru »samtíðarmenn«. Platon og Aristoteles standa á samskonar tímamótum og Goethe og Kant. Alexander mikli og Napoleon eru samtíðarmenn í sama skilningi. Báðir þeir síðastnefndu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.