Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 22
16
Leo Tolstoi.
IÐUNN
— og einasta guðsþjónustan og tilgangur lífs hvers og
eins var að gera gott. Tolstoi hafði fengið reynslu fyrir
því, að hin venjulega góðgerðasemi kemur oftast að
skammvinnum og vafasömum notum. Hverjum og einum
bar, að dómi Tolstois, að vinna sjálfur fyrir þörfum
sínum, en láta það ekki hvíla á herðum annara. En að
faka á sig af frjálsum vilja sem allra mest af nauðsyn-
legum störfum meðbræðra sinna, var hin eina sanna
góðgerðasemi — og þá um leið hin helgasta guðsþjón-
usta. Tolstoi sagði, að óbrotnasta, styzta og bezta lífs-
reglan væri þessi:
Láttu aðra vinna svo lítið fyrir þig, sem framast er
unt, og vinn þú svo mikið fyrir aðra, sem þér er mögulegt.
Eins og gefur að skilja, fyrirdæmdi nú Tolstoi með
öllu líf hinna svonefndu yfirstétta. Iðjuleysi þeirra sá
hann, að var undirrót ótal meina. Þeir, sem lítt eða
ekki höfðu fyrir stafni af því, er vinna gæti kallast,
fundu upp á allskonar þægindum sér til handa og ótal
nautnalyfjum, til þess að bæla niður lífsleiðann og geta
gleymt því, hve líf þeirra var tilgangslaust. Hin hóflausa
eyðsla þeirra hafði svo í för með sér óeðlilega fram-
leiðsluþörf, er leiddi af sér undirokun, þrældóm, illi'ndi
og blóðsúthellingar. ... En Tolstoi fyrirdæmdi ekki að
eins líf yfirstéttanna. Hann sakfeldi alla menningu vorra
tíma, þar eð hann taldi hana miðaða við þarfir og þæg-
indi iðjuleysingjanna, hóglífismannanna, sníkjudýranna.
Vísindin stefndu að því að gefa mönnum kost sífelt
aukinna lífsnautna, að auknum stéttamismun, aukinni
undirokun og auknu óréttlæti. Listirnar voru flestar að
hans dómi þrælar hinna nautnasjúku og lífsleiðu, og
taldi hann þær því að eins eiga rétt á sér, að þær
störfuðu beinlínis í þágu aukins siðferðisþroska og heil-
brigðara lífs. Þjóðskipulagið taldi hann svo rotið, að