Kirkjuritið - 01.03.1938, Side 15

Kirkjuritið - 01.03.1938, Side 15
Kirkjuritið. Sigurður P. Sívertsen. 93 starfinu í Prestafélaginu, var hann í einu hljóði kosinn heiðursforseti þess. V. Andlát hans, 9. f. m., kom engum á óvart. Hann var búinn að sleppa öllum störfum og kraftarnir þrotnir — nema til bæna. Við hugsuðum hið sama, nánustu vinir Iians, og' sagt var fyrir mörgum öldum við annan biskup, er þótti vera með „heilags manns yfirhragði“: „Oss virð- ist sem sól vor sé að setri komin“. Lif lians lagði eins og ljós á veg okkar. Ég fann það því betur sem ég átti nánara samstarf við hann. Nálægð- in getur einnig gjört mennina mikla. Eitt af því, sem mér fanst mest um vert hjá honum, var það, liversu honum hafði tekist að varðveita sig flekldausan af heiminum. Hann þoldi það ekki, að neitt óhreint kæmi nálægt sér. Sálarlíf hans komst alt í uppnám, ef hann vissi um andstygð eða ódrengskap. Hann var svo grandvar, að honum var það kvöl árum saman, að hugsa til þess, að honum liefði yf- irsést, jafnvel í því, er öðrum virtust smámunir. Hann var gæddur viðkvænmi þess, er ekki vill vamm sitt vita i neinu — barnslega hugarfarinu, er þarf til þess að veita Huðs ríki viðtöku. Ég hefi aldrei þekt neinn mann sann- orðari né hjartahreinni. Hann þoldi ekki, að neinum skugga af ósannindum brygði yfir tal sitt, og sagði því iðulega það, er aðrir myndu liafa látið kyrt liggja. Hann lifði svo grandvöru lifi, að margur maðurinn hefði mátt oska sér, að svo liði síðasti æfidagur sinn sem hver dag- ur hans. Annað var áhugi hans um alt, er varðaði kristindóm °g kirkju. Hann liugsaði um það vakinn og sofinn og tal- aði naumast um annað. Hann mintist stundum á það, hvílík gæfa það væri, að fá að vinna óskiftur að því, sem allur hugur manns stæði til. En um köllun sína var hann

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.