Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 19

Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 19
Kirkjuritið. Höndlaðltr af Kristi. 97 með þessum orðum „höndlaður af Kristi Jesú“ sé oss gefið hið rétta svar við öllum þeim spurningum varðandi mótun persónuleika hans, sem líf hans, eins og vér þekt- um það, ber upp fyrir oss, þegar vér nú kveðjum hann látinn. Ekkert var honum fjarlægara en að álita sig hal’a náð fullkomnunar-takmarkinu. Honum var meðvitundin um að vera Guðs barn fyrir hjálpræði Jesú Krists dýr- mætasta hnossið, sem lífið liafði fært honum, — en hann sá allaf fullkomriunar-takmarkið í fjarska framundan svo sem það mið allra kappsmuna sinna, sem hann aldrei mætti missa sjónar á. Hann gat því vissulega einn- ig gert þessi orð postulans að sínum: „Ekki er svo að ég liafi þegar náð því eða sé þegar fullkominn“. Því að hann þekti vel takmarkanir sínar og ófullkomleika og honum var syndarmeðvitundin ávalt mjög rík í huga og hjarta. Það var því fjarri lionum að álíla, að takmarki fullkomnunarinnar væri náð, þótt hann ætti í hjarta sínu meðvitundina um að vera Guðs barn fyrir trúna á Krist Jesúm. En af því að hann vissi sig höndlaðan af Kristi, þá varð æfi hans öll lif i einlægri ástundun þess að ná þessu takmarki Guðs barna, sem hann sá blasa við sér þótt í fjarska væri. Hann sýndi það í lífi sínu sem embættismaðuv, að þar var maður böndlaður af Kristi Jesú. Hann leit alla tíð svo á, að sú embættisþjónusta, sem lionum hafði verið falin í lífinu, væri honum ekki fyfst og fremst falin af stjórnarvöldum lands síns, heldur af Guði, og' að hann ætti því fyrst og fremst að gera Guði reikningsskil fyrir þeirri þjónustu sinni. Af þeirri rót var runnin hin mikla trúmenska hans í starfinu og skyldurækni, sem engum fékk dulist, er eilthvað þekti til hans. Hann gróf aldrei þau pund í jörðu, sem hann vissi sér af Guði gefin, en kostaði sífelt kapps um að ávaxta þau Guði til dýrðar og öðrum til blessunar og heilla. Bæði sem prestur og sem kennari prestaefna skoðaði hann sig fyrst og fremst sem

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.