Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 36

Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 36
Marz. Á SJÓMANNADAGINN. Með því að skapa og festa þá hefð í þjóðlífi voru, að helga sjómannastéttinni sérstaklega einn ákveðinn dag á hverju ári, vill þjóðin vinna tvent: Hún vill bera fram játningu og liún vill ber fram bæn. Hún vill fyrst og fremst gera sér grein fvrir því, og játa það, að þau tímamót eru þegar um garð gengin, þegar lifnaðarhættir hennar hreyttust svo mjög, að hún var ekki framar aðallega landhúnaðarþjóð, heldur sjó- sóknarþjóð. Hún vill játa það, að sjómenn hennar eru nú orðnir sú fjölmenna stétt, sem lífsframfærsla henn- ar hvílir að stórmiklu leyti á; sú stétt, sem með atkvæða- valdi sínu og afstöðu sinni til trúar, siðgæðis og þjóð- ernis getur hæði „leyst og lnindið“; sú stétt, sem stund- ar hættulegustu, og þá líka hetjulegustu atvinnuna, þar sem til þarf svo lífrænar og lofsverðar manndygðir sem líkamshreysti, þor og ósérhlífni. Því að þótt jarðneskt líf mannanna sé aldrei trygt, og mannskæðar slvsfarir séu furðulega tíðir viðhurðir einnig á landi, þá er þó livað ótryggast um mannslífið í viðskiftum þess við hið mikla haf — þessa hrammþungu höfuðskepnu, sem stundum er stilt og góðlát eins og húsdýr, er þolir vin- um sínum alt, en stundum, og þegar minst vonum varir, verður að tröllauknu og æðisgengnu rándýri, er sundur- molar hinar þunnu flotfjalir mannanna, hrifsar þá til sín, slítur þá hrott frá starfi og yndi lífsins, rænir þeim frá heimili, vandamönnum og vinum. íslenzka þjóðin vill kannast við og þakka það manndómslíf, sem sjó- menzkan í eðli sínu er. Hún vill þakka þær dýru fórnir, sem þessi grein lífsbaráttunnar hefir jafnan í för með

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.