Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 55

Kirkjuritið - 01.03.1938, Síða 55
Kirk.juritið. Erlendar fréttir. 133 kaþólska kirkjan, sem eldri kirkjan í landinu og vegna náinnar samvinnu við kaþólska valdhafa í öðruni ríkjum, liafði fram til þes'sa trygt sér nokkurskonar sérstöðu innan þýzka rikisins, enda hafði kaþólska kirkjan yfir að ráða nær ótæmandi auð- æfum og föstu, gamalreyndu skipulagi. Hefði ekki ytri nauð- syn knúið fram ríkisstofnun Bismarcks, hefði hann strandað á þessúm vandræðum. Svo lengi sem Þýzkaland var keisaradæmi og lýðveldi, hafði kaþólska kirkjan fyrir milligöngu miðflokksins (Zentrum) mjög sterka aðstöðu á ríkisþinginu og oft stefnubreytandi áhrif á stjórnarfar landsins inn á við og út á við. Með valdatöku Hitlers urðu áhrif hinna einstöku pólitisku flokka að engu og flestir ]>eirra hurfu með öllu. Stuðningsmenn miðflokksins og annara flokka flúðu nú undir verndarvæng kaþólsku kirkjunnar og gerðu margar tilraunir lil þess að gera hennar leiðandi menn að forvígismönnum í hinni pólitísku baráttu gegn Hitlersstjórn- inni. Hér horfði lengi til stórkostlegra vandræða, sérstaklega vegna þess að kirkjan vildi einnig hafa áhrif á uppeldi og fræðslu æskulýðs, sem ríkisstjórnin reyndi af alefti að draga til sin og innlima í sitt fast skipulagða æskulýðs'samband. Það var sama og hella oliu í eldinn, þegar stjórnin sá sig neydda tit þess að hefja mál gegn munkum, nunnum og embættismönnum kirkjunnar vegna afbrota gegn gjaldeyrislöggjöf ríkisins og al- mennu siðferði. Með tilliti til nauðsynlegrar samvinnu milli stjórnarinnar og yfirboðara kirkjunnar voru ])ó þessi mál að niestu feld niður. Samkomulagi var náð á árinu 1936, þegar Hitler kallaði á sinn fund biskupa kaþótsku kirkjunnar, að mestu leyti á grund- velli ríkissáttmálans frá árinu 1933, en með honum var ákveðið, að rikið skyldi ekki hafa rétt til þess að blanda sér inn í kirkju- mál, og öfugt. Þó að ýms vandamál séu ennþá óleyst, hefir sam- komulagið mitli stjórnarinnar og kaþólsku kirkjunnar síðan batnað að miklum mun. Menn eru ekki frá þvi að álíta, að þar með hafi verið undirbúinn jarðvegurinn fyrir hina góðu sam- vinnu þýzku stjórnarinnar við stjórnarvöld í öðrum kaþólskum töndum, svo sem Pólland, Ítalíu, Austurriki, Júgóslavíu o. fl. og ef deilurnar milli Frakka og Þjóðverja skyldu einhvern tíma vera úr sögunni, þá mun samkomulagið milli Hitlers og kaþólskra foringja í Þýzkalandi hafa átt sinn þátt i þvi. Lúterska kirkjan. hf það mætti líta svo á, að samkomulagið inilli kaþólsku kirkjunnar og ríkisstjórnarinnar væri mjög hagstætt fyrir rikis-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.