Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 14
272
Prestastefnan.
Júli.
tímann. Annað mál er það, hvort prestar, ef dýrtíðin skyldi halda
áfram að fara vaxandi, geti til lengdar gert sig ánægða með það,
sem nú er fengið, að því ógleymdu, hvort þeir til lengdar una því
fyrirkomulagi, sem enga von gefur um batnandi launakjör með
vaxandi aldri. Úr því verður ókomni tíminn að skera.
En þar sem nú eru fengnar þessar umbætur á launakjörum
presta, sem sérstaklega munu koma sér vel fyrir byrjendur i
prestsskapnum, er öll von til, að óveittu prestaköllunum taki
smámsaman að fækka, er menn eiga það ekki lengur á hættu að
byrja prestskapinn með dimmum áhyggnaskýjum yfir höfði sér,
vegna erfiðra afkomu-horfna..
Nú í fardögum voru þessi prestaköll óveitt og prestslaus: Stað-
arstaður, Breiðabólsstaður á Skógarströnd, Staðarhólsþing,
Brjámslækur, Staður i Aðalvík, Hvammur í Laxárdal, Mælifell,
Miðgarðar i Grímsey, Iiofteigur, Sandfell í Öræfum, Landeyja-
þing og Þingvellir.
Grímseyjar-prestakall er mér allmikið áhyggjuefni vegna allrar
aðstöðu þess og fjarlægðar frá meginlandi. í bili hefir þjónusta þess
verið falin prestinum i Ólafsfirði (Kvíabekkjar-prestakalli), sem
aðeins hefir einni sókn að þjóna. Hvergi hér á landi færi betur á
því en í Grhnsey, að prestsstaða og kennarastaða kæmist á eina
hönd, þ. e. að sami maður hefði hvorttveggja starfið á hendi. Eig-
inlega hefði hann líka þurft að liafa lært nokkuð í læknisfræði.
Nýjar kirkjur hafa ekki verið reistar á fardagaárinu, nema hin
stórmyndarlega Suðureyrarkirkja í Súgandafirði, sem ég vígði í
ágústmánuði og er söfnuðinum þar til hins mesta sóma, svo fagur-
lega sem hann hefir í verkinu sýnt áhuga sinn á að fá þá kirkju
reista — og það meira að segja skúldlaust, (hún kostaði rúm 19
þús. kr.) — og með gjöfum prýtt kirkjuna að öllu því, er telst til
instrumenta et ornamenta eins kirkjuhúss. Vonandi verður á
þessu ári lokið smíðum hinnar nýju kirkju á Tjörn á Vatnsnesi.
Á þessu ári mun standa til að koma upp nýrri kirkju á Núpi i
Dýrafirði, og ef lil vill verður eittlivað byrjað á hinni nýju Ak-
ureyrarkirkju.
Nýjar prestsíbúðir munu hafa verið reistar á árinu á Hofsós og
í Bolungarvík. Á þessu ári stendur til, að reist verði nýtt íbúðar-
liús í Stafholti, enda ekki ofsögum af því sagt, hve þörf þess var
orðin mikil, ennfremur á Möffriwöllum í Hörgárdal í stað húss
þess, er í fyrra varð eldinum að bráð, og í Vallanesi, því að ein-
hver ráðagjörð mun vera um það, að taka hús það, er séra Magnus
BI. Jónsson bygði þar á svonefndum Jaðri, til annara nota (dýra-
læknisbústaðar, held ég helzt). Loks hefi íbúðarhús það, er Stefán
Th. Jónsson kaupmaður átti á Seyðisfirffi, verið keypt af ríkinu,