Kirkjuritið - 01.07.1938, Blaðsíða 59
Kirkjuritið.
Hinn almenni kirkjufundur.
315
var frá foringja einum, sem starfaði einhvers staðar í borginni,
og efni þess var þetta: ,,í nótt dó 35 ára kona frá 5 börnum.
Maður hennar var einhvers staðar úti i löndum. Heimilið virðist
bjargarlaust og enginn sinnir því. Hvað á að gera?“ — „Lík sendi-
bréf þessu fáum við daglega“, sagði forstöðumaðurinn, „og stundum
mjög mörg.“ Og ég sannfærðist þó enn betur um liið ágæta starf
Hjálpræðisbersins í London, er ég næstu daga fór með hjálp-
ræðishersforingja um austurbluta Lundúnaborgar og sá með eigin
augum, hvert verk bann vinnur þar i mestu skuggahverfum borg-
arinnar. — Ógrynni af fé gefst öllum þessum stofnunum — því
að alt þeirra starf, eins og annað kirkjulegt starf í Englandi,
hyggist á frjálsum framlögum manna, en að því mun ég síðar
víkja nokkuru nánar.
Allmerkilegt kristilegt og kirkjulegt starf er unnið af báskóla-
stúdentum í mörgum borgum Englands. í Lundúnum eru tvö slík
félög meðal stúdenta, Tlie Cliristian Student Movement og Inner
Varsity Fellowship. Telur hið fyrra 1200 stúdenta og hið síðara
000, en sérstaklega þó guðfræðistúdenta, sem jafnframt námi sínu
starfa nijög mikið, sérstaklega á sunnudögum. Kyntist ég náms-
háttum þeirra og starfi allmikið, bæði í Lundúnum og við guðfræð-
ingaskólana Riddley Hall College i Cambridge og Wycliff Hall í
Oxford. — Ef ég ætti að bera guðfræðideild báskóla vors saman
við það, er ég sá þar, þá vil ég segja það háskóla vorum til hróss,
að ég hygg, að guðfræðileg mentun stúdenta hér sé engu minni
en þar, og að þeir séu að því leyti engu lakar undir starf sitt
búnir. En það skortir mikið á, að þeir liafi kynst eins mikið og
tekið eins mikipn þátt í starfinu meðai fólksins. Mér var sagt,
að í Cambridge og Oxford starfaði hver guðfræðistúdent
eitthvað ákveðið, venjulega mest að prédikunarstarfi og kristin-
fræðslustarfi á hverjum einasta helgidegi. — Ný hreyfing er nú
liafin í Lundúnum meðal ungra manna á aldrinum 17—30 ára.
Er hún nefnd „Hreyfing ungra kirkjumanna", og hafa þeir sett
sér það markmið, að vinna að því að skapa enn meira líf og starf
innan kirkjunnar. Þeir eru um 2000 að tölu og hafa þegar
látið allmikið til sin taka. Annars er ótrúlega mikið starf alstað-
ar þar sem ég kyntist int af hendi innan safnaðanna sjálfra og
!>lveg undravert, hve almenn þáttaka leikmanna er í starfinu og
hve miklu þeir fórna bæði af fé og tíma sinum fyrir kirkju sína.
I'il skýringar og sönnunar þessu vil ég laka eitt dæmi, sem ég
hefi beint frá ritara einnar kirkjunnar í London. I sókiiinni er
6000 manns. Árlegar tekjur eru £1100 eða nál. 25000.00 íslenzkar
krónur, og er þetta alt frjálst framlag fólksins í söfnuðinum. Ný-
lega þurfti sérstaklega á fé að halda til safnaðarstarfseminnar,