Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Blaðsíða 63

Kirkjuritið - 01.07.1938, Blaðsíða 63
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 319 aðra þessara kirkna, skrifaði mér nýlega: „Þar hefi ég í fyrsta sinni liér í Englandi orðið snortinn inn að hjarta. í þessu akla- gamla og marghelgaða musteri drottins greip mig slík hrifning undir hinum unaðsfögru tónum organs og drengjaradda, að ég fékk ekki tára bundist". Sá presturinn, sem ég liafði hvað mest yndi af að hlusta á og kynnast, heitir Dr. Lesslie Weatherhead. Hann er prestur við Kity Temple í Lundúnum. Hann er mikill gáfu- og lærdómsmaður og hefir ritað fjölda ágætra bóka. Ég hygg, að hann sé sá prestur- inn, sem einna mest er sóttur í London, enda er hann með af- brigðum góður og mikill prédikari. Hann prédikar venjulega tvisvar sinnum hvern sunnudag; og sérstaklega við siðdegisguðs- þjónustuna má sjá á gangstéttinni beggja vegna kirkjudyranna langar raðir af fólki, sem bíður þess, að kirkjan sé opnuð. Oft kemst aðeins nokkur hluti þess mannfjölda inn i kirkjuna, en þá fer fólkið niður í kirkjukjallarann; eru þar hátalarar settir, svo að heyrast megi það sem fram fer. — Við þessar guðsþjónustur gjörast hlutir, sem mér finst að séu eitt hið allra merkilegasta, sem ég kyntist í för minni. — Dr. Weatherhead biður þar um lækn- ingu til handa sjúkum mönnum — andlega og líkamlega sjúkum inönnum — og lætur söfnuð sinn allan biðja með sér. Hann lýsir astandi hinna sjúku — og óskar þess, að allir í kirkjunni hiðji síðan i hljóði bænar fyrir þeim, sem hjálparþurfa eru: Og á þess- nm bænaraugnablikum gerast alveg undursamlegir hlutir. Fjöldi fflanna víðsvegar um England hefir fengið algjöra lækningu nieina sinna. í sambandi við City Temple er nú sett á stofn lækningastofa, þar sem aðaláherzlan er lögð á hinar andlegu lækningar — lækningar með fyrirbæn. — Þar eru meðal ann- ara starfsmanna 6 læknar. Dr. Weatherhead lýsti einu dæmi í Prédikun svo að ég heyrði, að viðstöddum einum af þektari læknum Lundúna, sem hafði liaft sjúklinginn og taldi hann af áður en Dr. Weatherhead og söfnuður hans báðu fyrir honum. Sjúkl- íngurinn vissi ekki um fyrirbænina. En á þeim augnablikum, sem presturinn og söfnuður hans í City Temple bað fyrir hon- nm, varð hann heill heilsu. Þvi miður get ég ekki að þessu sinni rætt nánar um þessa hluti, tímans vegna. En það er alveg víst, að hér á kirkjan stórt verkefni, því að hún á að vera farvegur fýi'ir læknandi kraft að ofan. Og svo mun það vera, að allflestir, e‘ ekki allir íslenzkir prestar, gætu sagt frá einhverjum merki- ægum hlutum, sem gerst hafa í litlu og lágu islenzku kirkjunum fyrir bæn þeirra og safnaðarins. Enda segir í Heil. ritn.: ,,0g trúarbænin mun gjöra hinn sjúka lieilan og drottinn reisa hann á fætur“ (Jak. 5. 14.—15).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.