Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 31

Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 31
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjnfundnr. 289 menn, lífs eða liðnir, sem á verður benl og sagl: Þarna er reynslan. Þarna er staðfesting á orSum Jesú Krists. A fundi trúaðra manna, ekki alls fyrir löngu, var gamall sjó- maður, lamaður eftir stórslys. Hann ialaði þar ekki. En þó lét unglingur einn, sem þar var gestur, svo um mælt, aS hann liefði prédikað. Ungmennið ias prédikunina úr augum hans, af því að þau sýndu, hvaðan honum var kominn þrótturinn til að bera glaður mótlæti sitt. Þetta minnir mig á það dæmi lir eigin æsku, að enn hefir engin fræðsla um trúarleyndardómana orðið mér minnisstæða|ri né meira virði en sá himinn, sem ég sá eitt sinn sem drengur í aug- mn altarisgests, sem mér þótti vænt um. Þetta sýnir, að raunsæ æskan hefir altaf spurt um reynsluna og raunveruleikann. Vér skulum ekki blekkja sjálfa oss á því, að halda að vor eigin æska hafi verið nokkuð betri heldur en æskan á vorum dögum, þótt hún væri að visu á ýmsan hátt öðruvísi en sú æska, sem nú vex upp. Vér skulum ekki heldur halda, að sú æska, a. m. k., sem J)á gekk langskólaveginn, hafi átt við hollara trúarandrúmsloft að búa, utan æskuheimilis síns, en nú er. Því að bæði náttúrufræðis- og heimspekivísindi þeirra tíma voru stórum mun skilnings- minni á allri trú, en þau eru nú orðin. Nei, munurinn liggur aðallega í tvennu: I fyrsta lagi í þvi, að nú hafa miklu fleiri heimili tileinkað sér það, sem voru nýtízkuvísindi um trúarsannindin fyrir liálfri öltl. Þó að þau hafi stórbreyzt síðan. I öðru lagi í þeirri fijrirlitiiinga fijrir lifinu, sem ég mintist á áðan. Raunsæasta æskan og sú þekkingarþyrstasta lætur sér ekki lengi nægja það, sem voru nýtízkuvísindi fyrir hálfri öld, þó að þeir ehlri geri það. Hins má einnig vænta, að lífsfyrirlitningin, þessi skotgrafaarf- 11 r frá heimsstyrjöldinni og hörmungum hennar, fyrnist líka eins °g aðrar stríðsskuldir, enda eru þess kunn dæmin hjá yngri rit- höfundum grannþjóðanna, þó að lífsfyrirlitningin drjúpi enn úr penna ýmsra þeirra, sem leiknastir eru með hann að fara hér hjá oss. Enginn þarf að efast um vor eftir vetur. En þó 'hefir oft komist korka í ungviði, á milli heys og grasa, ef hirgðir voru þrotnar frá fyrri sumrum. Og það er þelta, sem nútímaæskan á við að búa, andlega talað.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.