Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.07.1938, Blaðsíða 58
314 Hinn alnienni kirkjufundur. Júli. kirkjunnar eru borð búin með mat og rúm standa þar búin þeim, sem hvergi eiga böfði sínu að að halla, er nóttin kemur. Maðurinn, sem á þakkirnar skyldar fyrir þetta starf, hét Dick Sheppard. í bók, sem um hann liefir verið rituð og starf hans, kemst höf- undurinn eitthvað á þessa leið að orði: „Það var að daga yfir Trafalgar Square. London svaf. Leigubifreið þaut niður St. Martins- götu og hvarf fyrir hornið. Nokkuru seinna komu 2 vörubifreið- ar hlaðnar grænmeti fram hjá St. Martins-in-the-Field. Það var snemma sumars liið örlagrika ár 1914. Á steinþrepunum fyrir framan National Gallery sat maður. Það var ekkert merkilegt við útlit hans. Hann var ekki mjög stór og ekki heldur mjög lítill. Hann var ekki illa klæddur og hann var heldur ekki prúðbúinn. Hann virtist ekkert sérstaklega hamingjusamur með lífið og þó engan veginn örvæntingafullur. Ef lögreglan hefði sérstaklega verið að gæta að honum, mundi grunsemd hennar sennilega hafa vaknað. Hann hafði verið úti alla nóttina í suinum skuggalegu strætunum og inni í sumum næturveitingahúsunum. Hann hafði ávarpað ýmsa menn, er á vegi hans urðu. Nú sat hann, eins og áður er sagt, og liorfði á dögunina. — Hvað það var, sem hann sá, veit enginn. Hann var nýlega orðinn prestur við kirkjuna. Og eftir nokkur ár þektu hann alllir. Fáir menn, og sennilega enginn prestur i Lundúnum liefir orðið eins ástsæll og hann. Hann lézt síðastliðið haust. Þegar líkami hans hvildi í St. Martin- kirkjunni, er talið, að 100.000 manns hafi gengið að kistu hans. Erkibiskupinn af Kantaraborg hafði þau orð um hann, „að liann liefði brent sér leið um veröldina með logum kærleikans". Hann var oft á ferð um nætur um götur Lundúnaborgar til að hjálpa hinum nauðstöddustu, og hugmyndina um að opna kirkjuna með þessum hætti mun hann hafa fengið, er hann horfði á konur og börn bíða eftir lestinni á brautarstöðinni, bíða eftir eiginmanni, föður eða bróður, sem þau væntu heim úr ófriðnum. En stund- um kom líka dánarfregnin i þeirra stað. Þá gerði hann kirkjuna að athvarfi þeirra og skjóli. Síðan liefir starfið haldið áfram og kirkj- an verið skjól og griðastaður olnbogabarna. — Þetta er bæði merkilegt og mikilvægt starf og áreiðanlega í anda lians, sem sagði: „Komið til mín“. — Ein stofnun er það enn, sem vinnur á þessum sviðum og ég lilýt að minnast á, en það er Hjálpræðis- lierinn. Starf hans í Lundúnum er ómetanlegt. Hann er ávalt að starfa fyrir minstu bræðurna og kemur áreiðanlega oft til hjálpar þar, sem neyðin er stærst. Ég sannfærðist um það, er ég kynti mér starf hans á aðalstöðvunum. Ég minnist þess, er ég kom þar inn á eina skrifstofuna. Þar lágu mörg sendibréf-á borðinu. For- stöðumaðurinn greip eitt bréfið af handa liófi og sýndi mér. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.