Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 57
Kirkjuritið.
,Hinn almenni kirkjufundur.
313
lýðinn, þá ijóma hótt í turni K. F. U. M. hússins — fjórir stafir —
upplýstir með sterkum ljósum. W. M. C. A. (K. F. U. M.) og benda
ungum mönnum að koma í stór og fögur salakynni, þar sem alt
er til reiðu til þess að vernda og þroska það, sem bezt býr í brjósti
æskumannsins. Þarna koma meðal annars prestar, ótal prestar
— nær því daglega — til þess að starfa meðal æskumannanna. K.
F. U. M. og K. vinnur í Uundúnum eins og öllum borgum Eng-
lands alveg ómetanlegt starf meðal hinna ungu. Yfir stórri mynd
af George Williams, stofnanda þessa félagsskapar i forsal hinn-
ar miklu byggingar, standa orðin: „Ótti drottins er upphaf vizk-
unnar“ og undir myndinni þessi orð: , Þjónið hver öðrum í kær-
leika“. Og í þeim anda virðist mér líka um fram alt starfið.
„The Church Army“, Kirkjuherinn, eins og hann hefir verið
nefndur, er ein af hinum allra merkilegustu kristilegu og kirkju-
legu stofnunum Englands. Ég átti kost á að kynnast starfi hans
allítarlega og kom oft á höfuðstöðvarnar í Lundúnum, þar sem ég
kyntist stofnanda hans, Wilson Carlile, sem nú er 91 árs gamall;
vafalaust í tölu hinna mikilsmetnustu og mætustu manna Eng-
lands. — Starfið er alt með kristilegum blæ og er eiginlega inni
á öllum sviðum, þar sem meðbræður og systur eiga bágt og
skuggamegin eru. Það er alveg ógjörningur að lýsa þvi í stuttu
nióli. Allflestir fastir starfsmenn bera einkennisbúning, bæði
karlar og konur. Og ótrúlega mikið starf er int af hendi á aðal-
stöðvunum. Þar eru 300 starfsmenn, er daglega vinna þar við
allskonar störf, prentun, fatagerð og allskonar iðnað. En í Lund-
únum og umhverfi hennar starfa ó vegum stofnunarinnar 3000
nianns. — Tölur tala oft skýru máli. Vil ég aðeins tilfæra nokk-
urar til að gefa yður hugmynd um það, hve stórfelt starf hér er
um að ræða innan kirkju Krists. Á ári hverju eru heimsótt af
boðendum kristindómsins, konum og körlum, um 1.500.000 heimili
100.000 heimsóknir í fangaklefana, síðastliðið ár alt að 300.000
vinnudagar látnir atvinnuleysingjum í té. 680.000 rúm voru búin
Þeim, sem ekkert næturskýli höfðu. 4700 mönnum veitt föst at-
vinna á hjálparstöðvum. Á 6. þúsund konum og börnum hjálpað
III að njóta sumarleyfis á sólríkum stöðum. Hundruðum af ein-
stæðum mæðrum og börnum þeirra hjálpað til að komast í góð-
gerðastofnanir, þar sem þær gótu dvalið með börnum sínum og
alið þau upp. Og þetta, sem ég hefi talið, er aðeins nokkurir þætt-
ir í hinu stóra og dásamlega verki, sem þessi söfnuður vinnur.
Kirkjan St. Martin’s in-the-Fields i London og starfið, sem
bar hefir verið unnið siðustu 23 árin, er nú víðfrægt orðið. Og
sennilega er það alveg sérstakt. Allan sólarhringinn gengur fólk
bar út og inn. Ljós logar þar altaf á altarinu. í kjallarageim