Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 50

Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 50
306 Hinn almenni kirkjnfundur. Júlí. Jafnframt skorar fundurinn á fræðslumálastjórnina að stySja þau skólahéröS, þar sem kennarinn fær ekki haft á hendi kenslu í kristnum fræSum, tii jæss aS fá aukakenslu í þeirri grein. d. Fundurinn vottar þeim þakkir, sem komiS hai'a á kristileg- uni félagsskap meS unglingum, rækja sunnudagaskólastarf eða halda barnaguðsþjónustur, og lýsir ánægju sinni yfir þvi, að prestar haldi fermingarafmæli með eldri fermingarbörnum sín- um eSa fari í ferðir með þeim. Telur fundurinn þetta til fyrir- myndar, og beinir því til prestanna að reyna, svo sem unt er, að halda sambandi við ungmennin eftir ferminguna. e. Fundurinn beinir því til presta og allra áhugamanna uin kristileg mál, að styðja hvern hollan félagsskap meðal æskunnar og heita þar áhrifum sínum til stuðnings hverju máli, er horfir í trúar- og menningarátt. Jafnframt lýsir fundurinn yfir því, að hann telur æskilegt, að kristilegum félögum ungra manna, kvenna eigi síður en karla, verði komið á víðar en nú er, og heitir á stuðning áhugamanna í því efni. f. Fundurinn telur æskilegt, að þegar heimavistarskólar eru reistir í sveitum, þá séu þeir settir í námunda við prestssetrin, ])ar sém því verður við komið. g. Fundurinn skorar á presta og kennara að liafa samvinnu sín á milli til þess, að efla trú og siðgæði æskulýðsins i landinu. h. Fundurinn beinir því til prestanna, að þeir verji svo mikl- um tíma sem auðið er til fermingarundirbúnings og persónu- legra trúaráhrifa á börnin. — Treystir fundurinn því, að Presta- félagið og deildir þess styðji þetta mál af alefli. i. Fundurinn lítur svo á, að beinna kristilegra og kirkjulegra áhrifa þurfi að gæta meira en nú er yfirleitt i alþýðuskólum og æðri skólum landsins. Telur hann nauðsyn bera til, að nemend- um þeirra verði gefinn kostur á kristilegri fræðslu, annaðhvort sem sérstakri námsgrein, er falin sé hæfum kennara, eða í fyr- irlestrum valinna manna. Ennfremur skorar fundurinn á for- stöðumenn þessara skóla að hlutast til um, að guðsþjónustur séu sem oftast haldnar í skólunum, eða sameiginlegar kirkjuferðir tíSkaðar, þar sem þess er kostur“. Nefndarálitinu fylgdu sjálfstæðar tillögur svo hljóðandi: „Fund- urinn heitir á barnaverndarnefndir og skólanefndir að vinna sem mest að framkvæmdum í anda barnaverndarlaganna.“ „Prestar landsins, hver í sínu prestakalli, efni til fundar í hverri kirkju sinni eigi síðar en í byrjun næsta kensluárs, til þess að ræða um kristilegt uppeldi barna á heimilum og í skól-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.