Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 38
294
Hinn almenni kirkjufundur.
.Túií.
til æskulýðsins, og þó einkum sorgarbarnanna, lil þeirra, sem
erfiðleikar og sorgir hafa mætt, sbr. orð Krists: „Komið til mín
allir, sem erfiði og þunga eru hlaðnir, og ég mun gefa yður
hvíld.'“
Getið þér hugsað yður betri leiðtoga barna og unglinga, eða
fegurri fyrirmynd en Jesú Krist? Og getið þér hugsað yður aðra
trú líklegri til góðra áhrifa á hug og hjörtu æskunnar en þá, sem
hann boðaði?
Ég get það ekki. Og ég hygg, að þér getið það ekki heldur. Ég
veit líka, að þegar þér, hvert og eitt, skygnist um í umhverfi yðar,
eða lítið yfir iiðna tíð, munið þér finna næg dæmi þessu til sönn-
unar, bæði úr fortið og nútíð. Reynsla horfinna kynslóða er hin
sama.
Kristindómurinn hefir á öllum öldum gagntekið liug og hjörtu
fjölda æskumanna. Áhrif hans eru aaðsæ og varanleg. Nefni ég
því til sönnunar úr sögu liðinna alda, að margir menn, sem liafa
gengið djarflegast fram i því, að boða fagnaðarerindi Krists, hafa
helgað sig því málefni á unga aldri, eins og t. d. Frans frá Assísí,
Bernhard frá Clairvaux, Ansgarius, Antoníus helgi o. m. fl.
Nokkur dæmi vil ég nefna um áhrif kristindómsins á börn og
unglinga, sem ég þekki, og hafa orðið mér sérstaklega minnis-
stæð.
Kona nokkur misti mann sinn af slysförum. Hann druknaði.
Þau áttu nokkur börn. Hið elzta var 7 ára drengur. Konan var
gestkomandi á næsta bæ við heimili sitt, þegar henni var flutt
þessi fregn, sem kom svo óvænt. Hjónabandið hafði verið hið
ástúðlegasta, og hún vissi ekki annað en maðurinn væri heil-
brigður að vinnu sinni. — En svo kom helfregnin. — Þessari
konu fór sem mörgum öðrum: Sorgin bugaði hana í bili. Hún
lagðist rúmföst, yfirkomin af sorg: Hugurinn flaug þó fljótt til
barnanna, og hún sendi eftir elzta drengnum sínum, sem kom
fljótt að rúmi hennar. Drengnum varð sá atburður minnisstæður,
eins og gefur að skilja. Mamma hans sagði honum, að pabbi hans
væri dáinn og nú ætti liann engan föður, nema Guð á himnum.
Tii hans yrði hann að snúa sér eftirleiðis og reyna að verðskulda
liandleiðslu lians] með góðri breytni. — Yfirkominn af sorg
fleygði drengurinn sér á kné við rúmstokkinn og grét með
mömmu sinni. Hann efaði ekki orð hennar, að Guð vildi vera
faðir hans. Hann trúði því, og reyndi að hegða sér samkvæmt því,
með lijálp móður sinnar, sem aldrei þreyttist á því, að beina hug
föðurlausu barnanna sinna í áttina til hans, sem er faðir föður-
lausra.
Og nú vil ég spyrja yður. Gat þessi ekkja gert nokkuð betra