Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 5
Kirkjuritið.
Dr. Björn B. Jónsson.
263
Hann var kirkjuhöföingi þeirra og forystumaður, forseti
Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags um hríð og rit-
stjóri „Sameiningarinnar“, prestur um 45 ára skeið lil
dauðadags, fyrst í Minneota i Minnesota og því næst i
Winnipeg í Fyrsta lúterska söfnuðinum frá því er séra
Jón Bjarnason lézt, 1914. Mun lians eflaust lengi minst
meðal landa vorra vestan hafs og nafn hans geymast í
kirkjusögu þeirra. Hafa þeir séð það rétt, að ekki myndi
völ á hæfara manni til þess að skipa rúm séra Jóns
Bjarnasonar.
Dr. Björn minnist vinar síns Sigurðar Sivertsens pró-
fessors í „Lögbergi“ 10. marz í fagurri grein. Hann skrif-
ar svo meðal annars:
„Einhver ógleymanlegasta stund æfi minnar er næt-
urstund ein í Bevkjavík sumarið 1933. Það var komið
langt fram yfir miðnætti; en þó var svo hjart að lesa
hefði mátt á hók. Veðurblíðan var óviðjafnanleg og sá
friður á jörðu, sem engin orð fá lýst. Við próf. Sívertsen
gengum fram og' aftur meðfram Tjörninni. Fuglafor-
eldrar sveimuðu með barnahópana sína liægt og sem i
leiðslu um vatnið. Svanirnir stóðu fram með landi með
höfuðið undir væng og sváfu. Friðsælli, fegurri stund
hefi ég aldrei átt á náttúrunnar harmi. Vinur minn og
ég gengum og sem í leiðslu og töluðum um það eitt, sem
háðum voru hugðmál helgust. Það er á slíkum stund-
um, að „stöðvast timans hála hjól, en lmýtast eilíf
bönd“. Þetta atvik frá Tjörninni í Reykjavík sumar-
nóttina hjörtu er mér jartegn þess, að einhvers staðar í
tilverunni fái ég að hitta vin minn aftur á ennþá yndis-
legri stund en þessi var“.
Hann liefir þá sennilega lítt grunað, að eftir tvo mán-
nði myndi haf dauðans ekki framar skilja þá vinina.
Um minningu dr. Björns mun bjart í hugum allra,
sem þektu vel hirin viðkvæma hugsjónamann og trú-
iriann og hollustu hans við málefni Guðs ríkis. Láti
Guð honum nú raun lofi betri.