Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 21

Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 21
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 279 mátt líta svo út, að börn íslands myndu móður sína, legðu hönd við liönd á plóginn, sameinuð að sama marki, sér til bjargar, en henni til lieiðurs. Það liefði mátt líta svo út, að hér sajcfeldi efgi bróðir bróður sinn, hér sæti enginn í skugganum, meðan annar nyti gæðanna. Það hefði mátt líta svo út, að þjóðin væri kvíðalaus, öll börn liennar biðjandi börn Guðs. Er það svo? Nei! Það hvilir skuggi yfir þjóð okkar, skuggi sundurlyndis og kærleiksleysis. Við skulum kannast við það. Hræðsla og kvíði hefir gripið um sig. Mörgum finst erfitt að standa. Áhyggjur, ótti og lífsleiði binda benni fjötra um fót. Þjóðin unir ekki glöð við sitt. — En til okkar er kallað: „Vertu ekki hrædd litla lijörð, því að föður yðar hefir þóknast að gefa yður ríkið.“ Vertu ekki hrædd ísleuzka þjóð, Guði þóknast að gefa þér ríki friðar og kærleika, riki jafnréttis og bræðralags. „Fel drotni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ — Hann — sem liefir verið skjöldur og skjól okkar elskuðu móður í þúsund ár, huggun og athvarf í hörmung- um elds og ísa, sorgum og raunum, hann leiðir þjóð okkar vissu- lega enn, sé hans leitað í bæn og trú. 1 almáttugri hendi hans er liagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor bygð og gröf, þótt búum við hin yztu höf. Eins og hin styrka hönd hefir hvílt yfir börnum þessarar þjóðar °g stutt þau í starfi og stríði, svo leiðir Guð enn og verndar og styð- ur> leysir úr nauðum og heyrir þess andvörp, er biður. — Ég beini þeirri spurningu til þín, sem mál mitt heyrir: Hvers er okk- Ur meiri þörf en að Guð sé með okkur. — Guð í lijarta, Guð í starfi. Hvers þörfnumst við frekar en kærleika, sem „birtist sem lækning við böli og synd“, kærleika Guðs, sem fyrirgefur óstyrku, hrösulu barni sinu, reisir þann, er fellur, gefur þér og mér mátt t'l að standa í erfiðuslu sporunum. Kærleika Guðs, sem beinir sjonum okkar ofar skýjunum og skuggum okkar jarðneska lífs °g sýnir okkur horfinn vin? — Hvers þörfnumst við frekar en kærieika Guðs, sem birtist í fórnfýsi, sáttfýsi, samúð, — kærleika tmðs, sem hnýtir hjarta að hjarta, hönd að hönd til samstarfs, •il sameiginlegra átaka til blessunar landi og þjóð? — Hvers Pörfnumst við frekar en kærleika Guðs, sem leiðir þig, vinur mmn, að beði hins sjúka, að borði hins fátæka, til þess, sem syrg- U', víkkar skilning þinn á kjörum meðbræðra þinna og knýr þig td ^ð taka þátt i þeim? Getur þú, vinur minn, verið án þessa kær- leika? Þér finst erfitt að standa, nema hann styðji þig. Og þér finst líf þitt tilgangslítið, nema hann leiði þig. — Getur þjóð okkar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.