Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 28
286
Hinn almenni kirkjufundur.
Júlí.
Það styrkir vonir, að geta treyst þessu, að hæfileikinn er með-
fæddur.
En það sýnir enn betur ábyrgð þeirra, sem barnið elzt upp hjá.
Á engum hvílir æðra hlutverk en móðurinni í því, að leggja
fyrsta grunninn.
En ábyrgðin hvílir og á hverjum heimilismanni, og þá ekki
síður á skóla og kirkju, er barnið eldist.
í gegn um Passíusálma Hallgríms þykist ég sjá Pétur hringjara
föður lians, er deyr með þá bók í höndum, er seinni rannsóknir
sýna, að hefir endurvaknað í huga skáldsins, er hann kvað sálmana.
Og í gegnum öll trúarljóð Matthíasar sé ég móður hans með sveiu-
inn við kné sér, að benda honum og fræða hann, eins og hann
lýsir sjálfur í kvæði sínu um hana og í kvæðinu um jólin heima.
Þennan grundvöll höfðu þessi foreldri lagt. Til eru foreldri,
sem hafa reynt að leggja sama grundvöllinn, en telja, að sér hafi
brugðist árangur þegar barnið óx upp. Þau foreldri vil ég mínna
á, að báðum hafði þessum trúarskáldum skeikað frá þeim grund-
velli á gelgjuskeiði lífsins. En þó fengu þeir aldrei algerlega af
honum horfið, og því urðu þeir þjóð sinni og kirkju svo ómetan-
leg gjöf.
Svo miklu varðar, að trúargrundvöllurinn sé lagður í harns-
hjartað. Svo miklu telur ein kirkjudeildin það skifta, að sá grund-
völlur sé snemma lagður, að hún fullyrðir, að sér glatist ekkert
barn, sem fær þenna fyrsta grundvöll lagðan i brjóst sér innan
7 ára aldurs.
Hér fær presturinn veitt stuðning. Meðál annars með því að
kynna sér þetta betur í húsvitjunum, svo sem með því að taka
börnin sjálf tali, en út af því geta oft sprottið samtöl við annað
foreklrið eða bæði, er fá orðið frjóvgandi einnig fyrir prestinn.
Einnig getum vér prestar komið oftar inn á þessi mál á prédik-
unarstólnum. Það muu reynslan, að eftir þeim ræðum sé tekið.
Og ekki þurfum vér að hika við að tala jafn hispurslaust um
skyldur hinna eldri við börnin sem um skyldur hinna ungu
við þá.
Trúarhæfileikinn er meðfæddur. Alt veltur á að hann sé ekki
kæfður, annaðhvort þegar í bernsku eða síðar á gelgjuskeiði
æskunnar.
Sízt ber því að neita, að upp af gönuskeiðum á árekstrum
æskunnar getur oft sprottið þroskamikil trú, svo sem mörg eru
dæmin.
En yfirleitt er heilbrigt æskulíf skilyrði heilbrigðs þroska trú-
arhæfileikans.