Kirkjuritið - 01.07.1938, Síða 46
302
Hinn almenni kirkjufundur.
JÚlíé
ræta öðrum guðrækni og góða siði, verða að sýna það í hegðun
og framferði, að þeir hafi tileinkað sér það sjáifir.
Ég vil leyfa mér að láta þá ósk mína í ljósi við ykkur, áheyrend-
ur mínir og samstarfsmenn á þessum almerina kirkjufundi, að
við eyddum ekki tíma okkar að óþörfu í aðfinslur og kvartanir, og
því síður að við færum út í þau atriði þessa mikilvæga máls,
sem vitanlega geta valdið miklum ágreiningi. Við vitum það öll,
að það yrði neikvætt starf. Þá væri tilgangi fundarins alls ekki
náð. Nei. — Við skulum með alvöru, einlægni og vakandi ábyrgð
á orðum okkar og gjörðum sameinast um aðalatriði málsins,
reyna að athuga, livað viö sjálf getum gert, fyrst og fremst, og því
næst aðrir. Það er liægur vandi að koma saman á fund og tala
um ýms málefni, semja síðan stórorðar og langar ályktanir til
einstaklinga, félaga eða almennings. Við þekkjum öll J)á aðferð.
En ég liygg, að Júð séuð á sama máli um það og ég, að slikt hafi
oft og einatt mjög lítið, eða a. m. k. vafasamt gildi.
Við skulum athuga málið gaumgæfilega — með kristilegri auð-
mýkt — og þá liljótum við að finna heppilegustu úrlausnina,
eins og nú standa sakir. — En um fram alt — hafa það hugfast,
að þessar umræður, sem hér fara fram, og alt fimdarstarfið yfir-
leitt — megi verða til J)ess að efla sannan kristindóm meðal
islenzkrar æsku og islenzku þjóðarheildarinnar.
Þriðja erindi um kristindóminn og æskuna flutti Jóhannes Ólafs-
son bóndi á Svínhóli í DalaSýslu.
KRISTINDÓMURINN OG ÆSKAN.
Kafli úr erindi Jóhannesar Ólafssonar.
Ég hýst við að flestir kennarar ræki kristindómsfræðsluna eft-
ir föngum. Um hitt þarf vitanlega ekki að ræða, að til eru kennar-
ar, sem trúarbrögðin eru ekkert hjartans mál, jafnvel efast um
höfuðatriði Jjeirra, og allir slíkir menn eru óhæfir kristindóms-
kennarar, því að ekki getur blindur leitt blindan.
En ekki getur mér dulist, að yfirleitt væri kristindómsfræðsl-
an betur komin hjá prestunum. Og mér finst, að það ætti að vera
metnaðarmál prestanna, að hafa slíka fræðslu með höndum, svo
nátengd og samgróin, sem luin er lífsstarfi þeirra.
Þar sem fastir barnaskólar eru ekki konmir, gæti þetta að vísu
verið nokkurum erfiðleikum bundið, einkum í víðáttumiklum
prestaköllum. En meðan svo er, væri ekki um annað að gera en
einhverskonar samstarf milli prests og kennara um fræðslu
þessa. Aftur á móti ætti presturinn að hafa aðalkenslu á hendi