Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 10

Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 10
PRESTASTEFNAN Guðsþjónusta. Fundarhöldin. Preststefnan hófst fimtudaginn 23. júní kl. 1 e. h. með guðsþjónustu í D'ómkirkjunni í Reykja- vík. Séra Halldór Kolbeins frá Stað í Súgandafirði flutti prédik- un út af Jóh. 14,6, en Friðrik Rafnar vígslubiskup þjónaði fyrir altari. í lok guðsþjónustunnar voru prestarnir til altaris. Fundirnir voru haldnir í húsi K. F. U. M. Var fyrsti fundurinn settur kl. 4,30 á fimtudag, en hinum síðasta lauk skömmu eftir miðaftan á laugardag. Við morg- unbænir lásu þeir séra Ólafur prófastur Magnússon og séra Frið- rik Friðriksson framkvæmdarstjóri K. F. U. M. ritningarkafla og báðu bænar. Prestastefnuna sóttu auk biskups landsins og vígslubiskupa, þrír guðfræðiskennarar Háskól- ans, 38 þjónandi prestar og prófastar, 10 fyrverandi prestar, 5 guðfræðiskandidatar og 2 guðfræðinemar. Fundarsókn. KAFLAR ÚR YFIRLITSSKÝRSLU BISKUPS*). Á ári því, sem liðið er síðan er vér komum hér síðast saman til prestastefnu-halds, hefir enginn þjónandi presta landsins dáið. Aftur á móti eigum vér á bak að sjá nokkurum af kirkjunnar starfsmönnum, sem fyrir aldurs sakir eða vanheilsu höfðu þeg- ar látið af embætli, þeini vígslubiskupi Sigurði P. Sívertsen pró- fessor, séra Jakob Ó. Lárussyni, séra Arnóri Árnasyni, séra Helga Árnasyni, séra Ólafi Ólafssyni frikirkjupresti. (Ennfremur mintist biskup séra Björns B. Jónssonar í Winnipeg). Þá er að minnast fjögra prestekkna, er látist hafa á liðnu far- dagaári, sem sé þeirra Arndisar Pétursdóttur (ekkju Páls próf. Ólafssonar i Vatnsfirði), Önnu Kristjánsdóttur (ekkju séra Slefáns Jónssonar á Þóroddsstað) og systranna Margrétar Andreu Þórð- ardóttur (ekkju séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ) og Sigríðar Þórðardóttur (ekkju séra Jóhanns próf. Þorsteinsson- ar i Stafholti). Tvær þessara ekkna áttu yfir fullan 50 ára ekkjudóm að líta (frú Margrét Þórðardóttir 51 árs, frú Anna *) Felt er úr það, sem áður hefir verið skýrt frá í Kirkjuritinu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.