Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Síða 60

Kirkjuritið - 01.07.1938, Síða 60
316 Hinn almenni kirkjufundur. Jiili. auk hinna venjulegu tekna. Fyrsta daginn, sem safnað var i þessu skyni, komu inn 1700 krónur, og eftir hálfn mánuð var búið að leggja fram um 9000 krónur, og þó var í þessum söfnuði nýlokið við að byggja sérstakt samkomuhús, sem kostaði um 90.000.00 krónur. í sóknar- eða kirkjunefndinni eru 15 manns. Fundir i þeirri nefnd eru venjulega haldnir 4 sinnum á ári, en ritari kirkj- unnar vinnur á hverju kvöldi alt árið. Hann er ekki launaður, en fær dálitla þóknun fyrir starf sitt. Auk þess starfa við kirkjuna tveir meðhjálparar. Þeir koma til hverrar guðsþjónustu og safna fé, leiða til sætis o. s. frv. Þeir fá enga þóknun fyrir starf sitt. Organisti kirkjunnar hefir í kaup £ 50 á ári, eða rúml. 1100 kr. Verður liann að mæta við guðsþjónustur tvisvar sinnum á hverj- um helgum degi og auk þess tvisvar í viku á virkum dögum; söng- fólk, er syngur í kirkjunni, fær enga þóknun. — Þetta fyrirkomu- lag sagði ritarinn mér að væri yfirleitt i Lundúnum. Og er ég spurði hann nokkuru nánar um öll þessi fjárframlög, sagði hann. Framlögin eru yfirleitt ekki há frá hverjum einstökum, því að í söfnuðinum er lítið um sérstaklega efnaða menn. „10 shillings og upp i 5 guineur er það venjulega og svo auðvitað minna“, sagði hann. Fólkið er yfileitt mjög fúst að gefa til starfsins, en nauð- synlegt að eitthvað sé gert. Safnaðarfólkið vill, að starfað sé. í öllu þessu birtist að sjálfsögðu þróttur trúarlifsins, og greini- lega fanst mér hann koma fram i viðræðum, er ég átti við menn og á opinberum fundum, bæði presta og leikmanna, er ég sótti marga. Sérstaklega eru mér í fersku minni tveir slíkir fundir, er ég vil minnast litillega á. — Eitt sinn var auglýstur Biblíu- fundur — fundur til útbreiðslu Biblíunnar — í Albert Hall. — Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum: Biblíufundur i Al- bert Hall, stærsta samkomusal Lundúna, sem tekur 10000 manns. Það eru aðeins víðfrægustu snillingar lieimsins, sem voga að safna fólki þangað, eins og t. d. söngsnillingurinn Gigli. En það var hér um bil hvert einasta sæti skipað á Biblíu-fundinum i Albert Hall. Englendingar kunna að meta þá bók. Það er al- ment viðurkent þar, að hún sé dýrmætasta og kærasta bókin. Við siðustu konungskrýninguna í veglegasta musteri Englands, West- minster Abbey, færði erkibiskupinn konunginum Bibliuna að gjöf frá þjóðinni með þessum orðum: „Vér gefum þér þessa bók, hinn dýrmætasta hlut, sem unt er að eignast i þessum heimi. Hér er vísdómur. Þetta eru konungleg lög. Þau eru lifandi véfréttir frá Guði“. — Annar fundur, um lieimilisguðrækni og bænagjörð á heimilum, er haldinn í öðrum stórum samkomusal í borginni. Forseti fundarins var erkibiskupinn af Kantaraborg. Margt merki- legt kom þar fram um trúarlíf ensku þjóðarinnar. Fjöldi enskra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.