Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 64
320
Hinn almenni kirkjufundur.
Júlí.
1 trúarlífi ensku þjóðarinnar er mikill þróttur, festa, alvara
og lotning. Þar er ríkur og næmur skilningur á því, að kristin-
dómurinn er salt jarðar — hið bezta sem þjóðin á til. í Englandi
virist mér sem nýr heimur fagurs og þróttmikils trúarlífs ■—
og kristiiegs starfs opnaðist mér — og hálfvegis fanst mér það
ömurlegt, að fyrstu fréttirnar, sem mér bárust út á hafið gegn-
um útvarpið voru eitthvað um samsteypu prestakalla — jafnvel
þótt einhvers staðar kunni hún að eiga rétt á sér. Þó má ekki
skilja orð mín svo, að ég sé bölsýnn á framtíð kirkjunnar og
kristindómsins hér i iandi með vorri þjóð. Þrátt fyrir alt er
bjart framundan og mörg góð teikn á lofti. — Prestastéttin á
íslandi er ágætum kostum búin til framtíðarstarfsins, og það
mun sannast, að hún reynist því betur, þvi meir sem á reynir.
Leikmenn skipa sér í nýjar og voldugar fylkingar, eins og þessi
glæsilegi fundur ber vitni um. — Mér þótti vænt um orð eins
af prófessorum háskóla vors, sem eitt dagblaðið hér í bænum
hafði eftir honum nýlega. Hann sagði, að til væru fjögur andleg
gæði, er velferð hverrar þjóðar væri komin undir: Hið góða, hið
sanna, hið fagra og hið guðlega, og að fulltrúar þessara gæða
væru siðfræði, vísindi, listir og trúarbrögð. Þetta er vel og
réttilega mælt og vel gæti ég trúað, að ný dagrenning væri i
nánd, í andlegu lifi mentamanna þessa lands. — Annað stjórn-
málablað flutti í vetur mjög eftirtektarverðar og ágætar greinar
um framtið íslenzku kirkjunnar. — íslenzka þjóðin á i örðugleik-
um og er að ýmsu leyti í vanda stödd. Kristindómurinn bendir
á einu öruggu leiðina, samtök, einingu — bræðralag. — Vér
eigum hinn bezta foringja og leiðtoga í daganna þraut — Krist.
— Trúin flytur fjöll — fjöll lifsörðugleika manna. Því vil ég
taka undir orð biskupsins í Oxford: „Það er ávinningur að biðja
um meiri trú, meiri kristindóm, hlýðni við vilja Guðs — meira
og bjartara ijós yfir landið.
LÝÐHÁSKÓLARNIR
OG AFSTAÐA ÞEIRRA TIL KRISTINDÓMSINS.
Erindi Bjarnar Guðmundssonar.
I.
Af þeim fjölmörgu sögum, sem ég las og lærði i bernsku, liefir
ein öðrum fremur festst mér í huga, og um hana og út frá henni
hafa spunnist margvislegar liugsanir. Það er sagan um unga hjarð-
sveininn, sem í hjásetunni æfði íþróttir og listir, lagði að velli
Ijón og björn. Hafði stælt þrótt sinn og þor svo, að hann einn
varð þess megnugur að frelsa þjóð sína úr óvina höndum. Sefaði