Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Blaðsíða 72

Kirkjuritið - 01.07.1938, Blaðsíða 72
328 Hinn almenni kirkjufundur. Júlí. ur þvi fram, að hugsjónin, e'ða fyrirmyndin, sein Vesturlanda- menningin byggist á, sé án efa kristindómurinn. „Með honuin stendur og fellur siðmenning Vestur-Evrópu", segir hann. Ég er samdóma þessum mönnum og tel liikiaust, að í skólum okkar heri að leggja áherzlu á kristilega siðmenningu. Kristin- dómur er ekki til án siðmenningar, og óg þekki enga siðmenn- ingu, sem ekki getur verið kristileg. VI. Saga lýðskólanna hér á landi er ekki löng, og her því frekar hvað þá snertir að líta til hins ókomna en hins umliðna, að seilast eftir því, sem framundan er. Ég er ekki persónulega kunnugur afstöðu þeirra til kristindómsins, nema þess skóla, sem ég hefi starfað við, svo að segja frá stofnun hans, um 30 ára skeið. Allir sem þekkja stofnanda þess skóla, séra Sigtrygg Guð- laugsson, vita, að þar hefir sterk áherzla verið lögð á kristilegt trúarlif. Hefir ekki verið hvikað frá því, siðan hann lét af skóla- stjórn, og mun ekki siður verða liægt að halda í því horfi fram- vegis eftir því sem nú er skipað kenslukröftum og aðstöðu skólans. Hvað viðvíkur sameiginlegum átökum skólanna í jiessu efni, má geta ]>ess, að fyrir tveimur árum var á fundi okkar héraðs- skólakennara rætt um afstöðu skólanna til kirkju og kristindóms og þar samþykt svo hljóðandi fundarályktun: „Fundurinn álitur nauðsynlegt í héraðsskólunum að hafa með nemeiidum þeirra lnigleiðingar um andleg mál kristilegs, siðferði- legs og heimspekilegs efnis, sem veki nemendurna til alvarlegrar íhugunar um sjálfa sig og gátur lífsins; sé álierzla lögð á skap- gerðarmótun manna. Telur fundurinn morgun- og kvöldstundirn- ar bezt fallnar til þessa og sunnudagana“. Mesta vandamál hvers ungmennis er að gæta hæfileika sinna og verja þá fyrir árásum rangsnúins aldaranda. Mesta tjón hlýzt af, ef ljón freistinga og nautna ræna þeim, svo að hann verði andlega og likamlega aumur. Mest fátækt er sú, að eiga sál sinni engan helgidóm. Skólarnir okkar eiga að vera ungmennunum vígi og hjálp í þessu. Þar á þeim að gefast kostur þess, að æfa krafta sína andlega og líkani- lega við verklegt nám, íþróttir og bókleg fræði, en umfram alt að lemja langanir sínar og beina þeim i rétta átt. „Langanin mótar i leir það, sem lífið mótar i marmara", sagði spekingur einn. Langanir hjartans og þrár eru meira en þokubólstrar imyndun- araflsins eða fánýtir draumórar, þær eru fyrirrennarar raunveru- leikans og boðberar. — Það sem við af alvöru óskiun erum við þegar komnir á góða leið með að framkvæma eða gera að raun- veruleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.