Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 39
Kirkjuritið.
Hinn almenni kirkjufundur.
295
fyrir drenginn siiin en þetta? Ég segi nei, og aftur nei. Og mér
er kunnugt um, að drengurinn þessi blessar mömmu sína allct æfi
fyrir að hún kendi honum aS treysta Guði. Nú, eftir 40 ár, man
hann þennan umrædda atburS, eins og þaS hefði verið í gær. Hann
hafði aldrei af jarðneskum föður að segja eftir þetta, en var svo
gæfusamur, að njóta leiðsagnar móður sinnar til fullorðinsár-
anna.
Annað dæmi: 12 ára telpa var að dauða komin, eftir fjögra
ára langvinn veikindi. Hún var dóttir trúaðrar ekkju, sem hafði
kent henni að treysta Guði. Og ógleymanlegt verður það okkur,
sem vorum með telpunni, að heyra bænir hennar á þrautastund-
unum. Við, börnin, félagar hennar, undruðumst þrek hennar og
ró i öllum veikindunum. — Viku fyrir jól var hún orðin svo
máttfarin, að hún gat ekkert gert sér til afþreyingar og þoldi ekki
að láta hreyfa sig á nokkurn hátt. Þá var það, að eitthvert okkar
barnanna var svo ógætið, að fara að tala um það, livað við
hlökkuðum til jólanna, eins og börnum er títt.
Þá sagði telpan: Nú get ég ekkert gert mér til gamans um
jólin. En ég verð þá bara að gleðjast við það, að sjá aðra glaða".
— Og hún brosti örlítið við þá tilhugsun. — Ég man, að við dáð-
umst að þessu, börnin, en vitanlega skildum við ekki, hvað þetta
voru í raun og veru dásamleg orð, af vörum 12 ára barns, mitt
í sárustu þjáningunum. Og ég er viss um, að ekkert annað en bjarg-
föst trú á góðan Guð liefði getað gefið þessu barni þann styrk,
sem þurfti til að bera þjáningarnar.
Ég get ekki látið vera að geta þess, að litla stúlkan dó á jóla-
nóttina, viku síðar en hún mælti þessi umræddu orð. Og við trúð-
um því heitt og hjartanlega, börnin, að þessi leiksystir okkar hefði
í raun og veru lifað dýrlegri jól en nokkuru sinni fyr, i hinum
nýju heimkynnum sínum handan við gröf og dauða.
Frá síðari árum vil ég nefna dæmi um börnin, sem ég hefi
kent í heimavistarskólanum að Flúðum. Ég tók þar á móti nokk-
urum tugum barna, til dvalar á skólaheimilinu. Ég kveið því fyrst,
að þau myndu ekki una sér vel, einkum að þeim mundi ganga
öla að sofna fyrstu kvöldin. Flest þeirra höfðu aldrei verið nótt
að lieiman, frá pabba og mömmu, fyr en þau komu í skólann. —
Og það er stórviðburður í lífi hvers barns, að fara að heiman
og dvelja hjá öllum ókunnugum. Og ég vorkendi blessuðum
hörnunum. Mér fanst ég ekki geta gert annað betra fyrir þau en
vaka yfir þeim fyrstu kvöldin og áminna þau um að' lesa kvöld-
bænir sinar. — Þau voru öll vön þvi heima og gerðu það einnig
með ánægju á nýja heimilinu. Eg efast ekki um, að þau hafi
beðið með ennþá meiri alúð en venjulega fyrsta kvöldið, sem