Kirkjuritið - 01.07.1938, Qupperneq 41
Ivirk juritiö.
Hinn almenni kirkjufundur.
297
Ég sagði áðan, að takmark uppeldis væri, að gera svo full-
kominn mann úr hverjum einstaklingi sem framast er unt, sam-
kvæmt hæfileikum hans. Góður uppalandi reynir að glæða hvern
góðan neista, sem leynist í sál barnsins Trúarhæfileikinn virð-
ist vera mönnum í hlóð horin. Jafnvel frumstæðustu þjóðir
eiga sín trúarbrögð. En ýmsir uppeldisfræðingar deila um, hvort
kenna skuli trúarhrögð og hvenær hyrja skuli á slíkri kenslu,
ef hún er framkvæmd. En ég liygg, að þér séuð flest sammála
ágætasta og þektasta uppeldisfrömuði þessarar Jijóðar, séra
Magnúsi Helgasyni f. skólastj., þar sem hann segir um trúar-
sannindin, ,,að þau séu skilningi allra manna of há. Spekingur-
inn verður að þiggja þau með hjartanu eins og barn, og það er
margreynt, að barnið getur gert það.“ Og um hlutverk upp-
eldsins segir þessi sami maður: „En þar sem hlutverk upp-
eldisins er, að glæða hvern góðan neista í sálum barna og hlynna
að þroska allra góðra hæfileika, hví skyldi þá láta æðsta og
dýrmætasta hæfileikann afskiftalausan, og kylfu ráða kasti um
það, hvort trúarneistinn nokkurn tíma glæðist? Það er að minsta
kosti ekki til neins, að hjóða það neinum kennara eða foreldr-
um, sem sjálf bera trú í brjósti. Öllum slíkum hlýtur það að vera
Ijúf og heilög skylda, að gera sitt til, að vekja og glæða trúar-
tilfinningar barna, þó að þau jafnframt finni til þess, hve vand-
inn er mikill.“ — Þessi eru orð hins ágæta manns, um þetta
viðkvæma efni. Og ég efast ekki um, að á þessum grundvelli
hafa kristin heimili starfað á liðnum árum, eru að starfa og munu
starfa að kristilegu uppeldi barna sinna. Þau reyna að gera
alt til þess, að vekja og glæða trúartilfinningar barna sinna.
Drýgstan þátt í því starfi á auðvitað móðirin.
Þeir verða óteljandi, sem geta tekið undir þessi orð M. Joch.
i kvæðinu „Móðir mín:
„En enginn kendi mér eins og þú
hið eilífa, stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.“
En þótt móðirin hafi nú mest verk að vinna í þessu sambandi,
þá geta önnur skyldmenni og vinir barnsins stutt að sama starfi
—- og gera það venjulega. En allir, sem umgangast börn, hafa
þeirrar skyldu að gæta gagnvart þeim, að láta ekkert ógætilegt
°rð falla, sem gæti orðið til þess, að spilla trúarlegum áhrifum
elskandi móður, eða annara ástvina barnanna. Það er meiri
vandi en almenningur gerir sér Ijóst, að umgangast börnin og
því meiri vandi sem um viðkvæmari efni er að ræða.
Trú barnanna verður eitt af leyndardómunum, sem mamma