Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 47
Kirkjuritið.
Hinn almenni kirkjufundifr.
303
í kristnum fræðum, þar sem eru fastir barnaskólar. En jafn-
hliða á þvi, sem prestarnir, að meira eða minna leyti, önnuðust
kristindómsfræðsluna í barnaskólunum, skyldu þeir boða öll
skólaskyld börn á kirkjur sinar tilskylda messudaga síðari hluta
vetrar og eitthvað fram eftir vorinu til spurninga og fræðslu i
trúarbrögðum.
Yfir sumarmánuðina þyrftu svo prestar alment að halda viö
og við alveg sérstakar barnaguðsþjónustur, og leggja áherzlu á,
að yngri hörn gætu þá einnig verið með. Væri nauðsynlegt, að
börnin gætu tekið einhvern virkan þátt í þessum guðsþjónust-
um, svo sem með sálmasöng og jafnvel fleiru, eftir því sem
prestunum þætti við eiga í hvert skifti.
Alt myndi þetta glæða trúar- og kirkjulifið, ekki aðeins lijá
börnunum, en það væri þó mest um vert, heldur einnig fullorðna
fólkinu, sem þá myndi eftir mætti fylgjast með í kirkjurnar.
Það er ekki tilgangur minn, að fara hér mikið fleiri orðum
um það, hvernig kristindómsfræðslunni ætti að vera hagað. Að
sjálfsögðu yrði það einkamál þeirra, sem þá fi’æoslu hafa á hendi.
Aðeins vil ég geta þess, að yfirleitt er ég þeirrar skoðunar, að
ekki beri að kenna börnum svo eða svo mikið af utanaðiærðum
trúarsetningum, umfram það, sem nauðsynlegt er sem umbúðir
utan um kjarna kristindómsins, samkvæmt kenningum Krists og
eftir hans fyrirmynd, sem er aðalatriðið.
Það þarf að hugleiða með börnunum almætti Guðs og góð-
leik hans við oss brotlega og ófullkomna menn. Hugleiða með,
þeim mikilleik og ótæmandi kærleika frelsarans — sýna þeim
fram á, hvernig hann lifði og starfaði, sifræðandi um æðstu
sannindi lífsins, síhuggandi og græðandi meinsemdir mann-
anna, og reyna með þvi að fá börnin til að líkjast honum sem
mest í allri breytni sinni og framkomu, þvi að það verður
mfinlega kjarni og aðall kristindómsins.
En hvað geta svo pestarnir gert sérstaklega fyrir unglingana
eftir fermingaraldur? í tillögum sinum „um ný afskifti islenzkra
sveitapresta af menningarmálum sveitanna og um skólamál",
bendir Halldór Jónsson, prestur að Reynivöllum, mjög ákveðið
á þá leið, að prestarnir taki upp unglingafræðsiu í sveitunum.
Gerir hann ráð fyrir, að þessari fræðslu sé ætlað sérstakt rútn,
annaðhvorl í barnaskólahúsum sveitanna, jafnóðum og þau yrðu
reist, eða þá í samkomuhúsum æskulýðsfélaganna. Ætlasl svo
séra Halldór Jónsson til þess, að prestarnir nteð þessum hætti
gefi „námfúsum unglingum meðal sins safnaðar kost á tilsögn í
ýmsum almennum, hagnýtum fræðigreinum tiltekna daga í viku