Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 58

Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 58
314 Hinn alnienni kirkjufundur. Júli. kirkjunnar eru borð búin með mat og rúm standa þar búin þeim, sem hvergi eiga böfði sínu að að halla, er nóttin kemur. Maðurinn, sem á þakkirnar skyldar fyrir þetta starf, hét Dick Sheppard. í bók, sem um hann liefir verið rituð og starf hans, kemst höf- undurinn eitthvað á þessa leið að orði: „Það var að daga yfir Trafalgar Square. London svaf. Leigubifreið þaut niður St. Martins- götu og hvarf fyrir hornið. Nokkuru seinna komu 2 vörubifreið- ar hlaðnar grænmeti fram hjá St. Martins-in-the-Field. Það var snemma sumars liið örlagrika ár 1914. Á steinþrepunum fyrir framan National Gallery sat maður. Það var ekkert merkilegt við útlit hans. Hann var ekki mjög stór og ekki heldur mjög lítill. Hann var ekki illa klæddur og hann var heldur ekki prúðbúinn. Hann virtist ekkert sérstaklega hamingjusamur með lífið og þó engan veginn örvæntingafullur. Ef lögreglan hefði sérstaklega verið að gæta að honum, mundi grunsemd hennar sennilega hafa vaknað. Hann hafði verið úti alla nóttina í suinum skuggalegu strætunum og inni í sumum næturveitingahúsunum. Hann hafði ávarpað ýmsa menn, er á vegi hans urðu. Nú sat hann, eins og áður er sagt, og liorfði á dögunina. — Hvað það var, sem hann sá, veit enginn. Hann var nýlega orðinn prestur við kirkjuna. Og eftir nokkur ár þektu hann alllir. Fáir menn, og sennilega enginn prestur i Lundúnum liefir orðið eins ástsæll og hann. Hann lézt síðastliðið haust. Þegar líkami hans hvildi í St. Martin- kirkjunni, er talið, að 100.000 manns hafi gengið að kistu hans. Erkibiskupinn af Kantaraborg hafði þau orð um hann, „að liann liefði brent sér leið um veröldina með logum kærleikans". Hann var oft á ferð um nætur um götur Lundúnaborgar til að hjálpa hinum nauðstöddustu, og hugmyndina um að opna kirkjuna með þessum hætti mun hann hafa fengið, er hann horfði á konur og börn bíða eftir lestinni á brautarstöðinni, bíða eftir eiginmanni, föður eða bróður, sem þau væntu heim úr ófriðnum. En stund- um kom líka dánarfregnin i þeirra stað. Þá gerði hann kirkjuna að athvarfi þeirra og skjóli. Síðan liefir starfið haldið áfram og kirkj- an verið skjól og griðastaður olnbogabarna. — Þetta er bæði merkilegt og mikilvægt starf og áreiðanlega í anda lians, sem sagði: „Komið til mín“. — Ein stofnun er það enn, sem vinnur á þessum sviðum og ég lilýt að minnast á, en það er Hjálpræðis- lierinn. Starf hans í Lundúnum er ómetanlegt. Hann er ávalt að starfa fyrir minstu bræðurna og kemur áreiðanlega oft til hjálpar þar, sem neyðin er stærst. Ég sannfærðist um það, er ég kynti mér starf hans á aðalstöðvunum. Ég minnist þess, er ég kom þar inn á eina skrifstofuna. Þar lágu mörg sendibréf-á borðinu. For- stöðumaðurinn greip eitt bréfið af handa liófi og sýndi mér. Það

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.