Kirkjuritið - 01.10.1938, Síða 31

Kirkjuritið - 01.10.1938, Síða 31
Kirkjuritið. Aðalfundur Prestafélags íslands. 361 ir, lútersku kirkjuna, sem hefir verið mjög háð rikisvaldinu og svo loks nokkura alveg sjálfstæða fríkirkjusöfnuði. Eftir stjórnarskránni er kirkjan tiltölulega frjáls. Samkvæmt 53. gr. er hin evangelisk- lúterska kirkja þjóðkirkja á íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. hin samkvæmt 59. og 00. gr. er hér trúbragðafrelsi, og þjóðkirkjuna má afnema með lögum. Innan þessa ramma getur kirkjan, þjóðkirkjan, eign- ast mikið sjálfstæði. En sjálfstæði getur verið með fleiru en einu móti. Með því getur verið átt við það, að kirkjan sé öllum öðrum óháð. En reynslan sýnir, að það er engin trygging fyrir sönnu sjálfstæði. Því að öfl innan kirkjunnar geta gert liana ófrjálsa, t. d. með því að einblína á ákveðna kenningu, ákveðið stjórnarform eða slíkt, og hneppa alt í þrældóm um það. Sannarlegt sjálfstæði kirkjunnar er i þyi fólgið, að öll öfl sem hún ræður yfir, alt sem hún hefir í þjónustu sinni fái að njóta sín í jjágu málefnisins, sem hún berst fyrir. Það er fólgið í því, að kirkjan geti jafnan notað alt, sem hún ræður yfir og á þann hátt, sem bezt er lil árangurs. Þetta sjálfstæði er mark, sem kirkjunni ber að stefna að. En vandinn er að finna, hvernig það er bezt trygt. Reynslan hefir sýnt, að fullkomið vald kirkjunnar yfir málefn- um hennar tryggir þetta ekki. Það er eins og með þjóð, sem nær fullveldi gagnvart öðrum þjóðum, en kann ekki að fara með sjálf- stæðið, og verður t. d. efnalega ósjálfstæð, lendir á vatdi illvígra flokka, einvaldsherra, eða stíks. Kaþólska kirkjan var ekki og er ekki slík frjáls kirkja, og fríkirkjurnar Ienda oft á valdi þeirra, sem leggja þeim til starfsfé. Hér hygg ég að sjálfstæðið sé bezt trygt, með samvinnu kirkju- logra og þjóðfélagslegra valdhafa. Veraldlegu valdhafarnir mega ekki stjórna, því að þá stöðvast alt af áliugaleysi. En hinir kirkjulegu valdhafar eiga ekki heldur að vera einráðir um að kúga alla eftir einhverju, sem þeir gera að aðalatriði, þó að það sé jiað ef til vill ekki. Hér á að vera víxlverkun. Ahugann verður kirkjan að teggja til, og þar með starfið. Hún verður því að liafa fullkominn tillögurétt og starfsmöguleika. Hún á að hafa alt, sem hjálpar henni til að gera „propaganda“ fyrir sínu máli. En síðasta ákvörðunarvaldið á að vera lijá öðrum, þingi og stjórn, eftirlitið með því, að kirkjan verði ekki ófrjálslynd eða beiti skoðanakúgun. Til þess að þetta eftirjitsvald ríkisins verði kirkjunni ekki erfitt,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.