Kirkjuritið - 01.02.1940, Page 14

Kirkjuritið - 01.02.1940, Page 14
52 Ásmundur Guðmundsson: Febrúar. við orðin rikti djúp eining í milli þeirra: „Vér, sein komnir erum úr öllum áttum heims til þess að efla einingu krist- inna manna, höfum reynt það og þökkum Guði, að vér erum við sameiginlega guðrækni, tilbeiðslu og bænahald eitt í Guði, föður vorum, og syni Iians Jesú Ivristi i sam- félagi andans.“ Einingin er með öðrum orðum þegar að þessu leyti komin á. Og liún verður að vaxa. Um trúna og trúarreynsluna varðar mest, meir en um trúarkenn- ingarnar. Stundum var þó ágreiningurinn á þinginu svo mikill, að við sjálft lá, að alt samstarf færi í mola. En við það að menn fengu að taia lil sefuðust þeir, og samvistirnar urðu til þess að eyða gömlum hleypidómum. Þetta varð til mestu blessunar, og menn skildu, að fyrst um sinn myndi heillavænlegast að sækja hægt fram, í stað þess að taka stærri stöklc en andlegar aðstæður leyfðu. Þess vegna tókst þingið vel, þótt langt væri frá því, að sum vandamálin yrðu leyst. Virtist sumum jafnvel, að fulltrúarnir hefðu kynst betur liverir öðrum en i Stokk- hólmi. Mönnum varð það enn betur ljóst, að eining andans var á hak við starf þeirra. Néfnd var skipuð eins og í Stokkhólmi til þess að halda störfunum áfram og leita álits kirkjufélaga heimsins um vandamálin. VII. Báðar nefndirnar héldu áfram störfunum, sem þeim höfðu verið falin. Einkum kvað mikið að störfum Slokk- hólmsnefndarinnar, sem átli að fjalla um „líf og starf“ kirkjunnar. Hún kom á fót stofnun, sem á að lielga störf sín félagsmálum og siðgæðismálum, vera einskonar mið- stöð allra félaga innan kirkjunnar, sem vinna að umbót- um á þvi sviði. Hefir stofnunin í þjónustu sinni bæði siðfræðinga og hagfræðinga, sem taka þessi mál vísinda- tökum og gefa kirkjufélögunum raunhæfar hendingar. Árið 1930 fjölgaði nefndarmönnum upp í lnindrað, og hafa þeir síðan komið saman annaðhvert ár. Við dauða

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.