Kirkjuritið - 01.02.1940, Side 17

Kirkjuritið - 01.02.1940, Side 17
Kirkjuritið. Eining kirkjunnar. 55 varð til fjöldi af úrvals ritum um ýms höfuðvandamál guðfræðinnar, svo sem kenningu kristindómsins um náð Guðs, sakramentin, orðið og kirkjuna og' einingu kirkj- unnar í lífi og guðsþjónustu. Þannig var undirbúningi háttað fyrir næsta allsherjar- kirkjuþingið, sem fjalla skyldi um „trú og fyrirkomulag“ kirkjunnar. Ýmsir leiðtoganna voru æði áhyggjufullir um, kvernig það myndi takast. Ef sameiningin yrði aðeins um ”kf og starf“, en ekki um „trú og fyrirkomulag“, þá niyndi markið enn óralangt fram undan. Kirkjuþingið var lialdið í Edínaborg fáum vikum síðar eu Oxfordþingið, og var allmargt af sömu fulltrúunum u háðum. Kristnir menn komu saman „af öllum þjóðum, kynkvíslum og tungum“, 414 fulltrúar frá 122 kirkju- íélögum og 43 löndum. Þar voru Kínverjar og Indverjar í Austurlandahúningum sínum við hlið Vesturlandahúa, og grísk-kaþólskir kirkjufeður, eins og á Stokkhólmsþinginu. Þófakirkjan sat enn hjá, en kveðja barst þinginu frá príor beim, sem páfimi hefir falið að fylgjast með einingar- stefnu kirkjunnar. Var látið svo um mælt m. a.: Böndin, sem tengja oss að einu marki, því að hrinda í framkvæmd hugsjónum Krists sjálfs, hafa knúð oss til að óska þess uindega að taka persónulegan þátt í þessum fundum .... |3útt vér séum nú fjarri Edínaborg, þá erum vér með yður 1 anda og vér þráum það heitt, að þinginu megi auðn- ast að leggja trausta trúarundirstöðu undir einingu kristn- uinar. Svipuð orð bárust þinginu frá rómversk-kaþólska erkibiskupnum á Skotlandi. Þingmenn skiftust í deildir, eins og i Oxford, og fékk íyer þeirra sitt vandamál til íhugunar. En þau voru þessi un helztu: 1) Náð drottins vors Jesú Krists. 2) Kirkja rists og Guðs orð. 3) Kirkja Krists: Embættið og sakra- nientin. 4) Eining kirkjunnar í lífi og guðsþjónustu. Sam- e a§ heilagra. Urðu menn sammála um ýms höfuðatriði, |.n niest varð einingin, þegar þeir ræddu um náð Guðs >rir Jesú Krist. Þá var auðfundið við umræðurnar, að

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.