Kirkjuritið - 01.02.1940, Page 26

Kirkjuritið - 01.02.1940, Page 26
Febrúar. Carl Olof Rosenius. n. Arið 1856 var stofnaður félagskapur, sem lilaut nafn- ið Evangeliska Fosterlandsstiftelsen. Atti Rosenius mik- inn þátt í þessari félagsstofnun, og sat þar í stjórn til dauðadags. Félag þetta varð til mikillar eflingar fyrir vakninguna, því að með því komst á meira samband og samkvæmi meðal vakninganna í hinum einstöku lands- hlutum. Félagið tók að sér að dreifa út Biblíum og trú- arritum, og auk þess sá það nú um, að senda út farand- prédikara, og koma upp skóla til að menta þá, sem gengu út í þetta starf. Áður höfðu þessir menn enga mentun hlotið aðra en þá, sem þeir öðluðust af reynsl- unni við að kenna í sunnudagaskólum vakningarinnar, en þar liófu flestir þessir menn prédikunarstarfsemi sína. Rosenius lagði mikla áherzlu á að senda sem flesta farandprédikara út um landið. Hann skildi, að það var hezta ráðið til þess að útbreiða vakninguna. Um þetta atriði segir Rosenius i hréfi til Ameriku 1855: .,Ég veit ekki um neina grein af kristilegu starfi, sem nú gefur betri vonir um árangur, en að hafa farand- prédikara dreifða svo víða sem mögulegt er i þessu voru strjálbygða landi“. Þeim fjölgaði líka ár frá ári, sem lielguðu sig þessu starfi. I bréfi, sem Rosenius ritar 1860, segir liann, að nú séu 80 farandprédikarar slarf- andi i Svíþjóð. Vakningin elfdist mjög liröðum skrefum. Það sér maður meðal annars af bréfum þeim, sem Rosenius ritaði til félags þess í Ameríku, sem bann var launaður af. Eins og áður er sagt, var Rosenius á móti því, að vakningafólkið segði skilið við kirkjuna, en þó

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.