Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 13

Kirkjuritið - 01.01.1942, Page 13
Kirkjuritið. Á bratlann. 7 tók þá með sér Pétnr og Jakob og Jóhannes. Með honttm klifu þeir upp hlíðar Hermons, og hann sýndi þeim hið efra í leiftursýn, hvernig allir miklir og góðir menn eiga að leggja á brattann. Fjallganga hans sjálfs blasti við þeim alla leið upp á bæsta tindinn. Hún blasir nú við okkur — við hverju auga, sem vill sjá. Þegar frá bernsku lifir bann í því, sem hans föður er, og boðar ungur að aldri komu Guðs ríkis. Hann leggur frá sér smíðatólin og helgar því alt starf sitt á manndóms- árum frá morgni til kvölds, og oft einnig unt nætur. Hann flytur kenninguna um föðurkærleika Guðs, sem nái til allra manna, jafnvel þeirra, er dýpst séu soknir í synd. Allir mega þeir og eiga að biðja: Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Hann boðar fátækum fagnaðarerindi, syrgjend- um og þeim, sem bungrar og þvrstir eftir réttlætinu. „Komið til mín,“ segir hann, „allir þér, scm erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita vður hvíld“. Og hann veilir þeim frið fyrirgefningar Guðs, öllum, sem iðrast og þiggja vilja, lollheimtumönnum, bersyndugum. Hann vel- ur sér að lærisveinum og postulum lítt lærða alþýðumenn og trúir þeim fyrir guðsríkisstarfinu mcð sér. Fólkið þyrp- ist til hans. Hann talar eins og sá, sem vald hefir. Þrá þess til Guðs fær svölun við að blusta á hann. Heimurinn verð- ur annar i augum ]k'ss. Hann Ijómar í birtu Guðs. Guðs- ríki er að koma. Máttur þess og fegurð og tign birtist einnig í verkunum, sem hann vinnur. Blindir fá sýn, haltir ganga, sjúkir verða heilir, hvað sem að þeim hefir amað. Hann lirífur þá jafnvel úr helgreipum dauðans. Hvar sem hann fer, vaknar líf, og sorgartár þorna af hvarmi. Gleðin leiftrar í svip hans, og svo dýrlegt er lífið, að hann Iíkir samveru sinni og lærisveina sinna við brúðkaupshátíð. Enginn hefir lagt jafn fagnandi af stað í fjallgöngu lífsins eins og hann. Hann sækir liærra og hærra, gefur altaf meira og meira af þeirri auðlegð, sem faðir bans á himn- um hefir veitt honum, leiðir lærisveina sína lengra og lengra að uppsprettu lífsins og sannleikans.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.