Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 3

Kirkjuritið - 01.12.1943, Page 3
Konungur lífsins. Frá gripajötu geislar ná í gegnum mannlífshríð. I>ar skín þú, gimsteinn Guði frá, sem gaf hann öllum lýð. Og |>ó með alheims þakkargjiirð er þessi gjöf ei tjáð, því göfgin æðst á okkar jörð af einhverjum er smáð. Já, aðköst mörg frá heimskum heim þig hrjá um mannlífsstig. Og er ég máske einn af þeim, sem eru að grýta þig? Við gleymum þér svo furðu fljótt á freistinganna stig, og þó ef mætir nepju nótt, við nálgast viljum þig. I>á ertu sjálfur útrétt hönd, svo undur hlý og trú. Ég læt þér falið líf og önd, því lífsins heill ert þú.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.